Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 16

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 16
172 — Þegar við nú erum búin, — mætti ég þá ekki bregða mér út að Hrauni? Tobba hætti að raka. Hún fékk hjartslátt. Guði sé lof, hugs- aði hún með sér. Nú gæfist henni færi á að tala við Eirík í ein- rúmi. En hún lét ekki bera á gleði sinni, en gegndi aðeins: Jú, því ekki það. Dagurinn er bráðum á enda hvort sem er. Eá fór að ganga á flekkinn. Stjana hafði allan hug á að komast af stað svo fljótt sem unt væri — það væri ekki gott að vita, hver stundin yrði síðust. Pegar flekkurinn var búinn, og þau gengu heim túnið, sagði Tobba við Eika, sem hafði dreifartuggu í fanginu: — Eg hef leyft Stjönu, að hún mætti bregða sér bæjarleið. Hefur þú nokkuð á móti því? Nei, anzaði Eiki, það er hvort sem er orðið of seint að fara á engjar héðan af. Ef öðruvísi hefði á staðið, er óvíst, hvort húsfreyja hefði verið honum sammála um þann hlut. Nú lét hún sér nægja að segja: — f*ú ert Hkur sjálfum þér. Guð má vita, hvort þú nennir að hreyfa þig, þegar þú heyrir básúnurnar gjalla. En í þetta skifti má það einu gilda, bætti hún við. Henni var umhugað, að hann yrði heima við. En hún vildi umfram alt ekki sýnast of eftir- gefanleg. Hlauptu inn og kveiktu undir katlinum, meðan ég sníð skæð- in handa þér, sagði hún við Stjönu. Stjana kveikti undir katlinum og hljóp svo inn í baðstofu, til þess að fara í önnur föt. Kötturinn, sem altaf lá til fóta í rúm- inu hennar, varð svo skelkaður við asann í henni og hvernig hún grýtti frá sér hverri spjör, að hann flúði baðstofuna og þótt- ist ekki óhultur, fyr en hann hafði forðað sér upp í bæjarsund. Par kom hann auga á grátitling, veiðihugurinn vaknaði, og hann fór að sitja um hann og elta hann. Þegar Stjana var ferðbúin og kom aftur fram í búrið, sem lá áfast við eldhúsið, sátu Eiki og Tobba þar og drukku kaffi. — Pað er engu líkara en að þú ætlaðir til altaris, sagði Tobba, helti í bolla og rétti henni: Gjörðu svo vel. En það var kominn ferðahugur í Stjönu. Hún kvaðst enga lyst hafa á kaffi, og hún fékk skæðin, kvaddi og fór. Pá urðu hjónin loksins ein.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.