Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 16
172 — Þegar við nú erum búin, — mætti ég þá ekki bregða mér út að Hrauni? Tobba hætti að raka. Hún fékk hjartslátt. Guði sé lof, hugs- aði hún með sér. Nú gæfist henni færi á að tala við Eirík í ein- rúmi. En hún lét ekki bera á gleði sinni, en gegndi aðeins: Jú, því ekki það. Dagurinn er bráðum á enda hvort sem er. Eá fór að ganga á flekkinn. Stjana hafði allan hug á að komast af stað svo fljótt sem unt væri — það væri ekki gott að vita, hver stundin yrði síðust. Pegar flekkurinn var búinn, og þau gengu heim túnið, sagði Tobba við Eika, sem hafði dreifartuggu í fanginu: — Eg hef leyft Stjönu, að hún mætti bregða sér bæjarleið. Hefur þú nokkuð á móti því? Nei, anzaði Eiki, það er hvort sem er orðið of seint að fara á engjar héðan af. Ef öðruvísi hefði á staðið, er óvíst, hvort húsfreyja hefði verið honum sammála um þann hlut. Nú lét hún sér nægja að segja: — f*ú ert Hkur sjálfum þér. Guð má vita, hvort þú nennir að hreyfa þig, þegar þú heyrir básúnurnar gjalla. En í þetta skifti má það einu gilda, bætti hún við. Henni var umhugað, að hann yrði heima við. En hún vildi umfram alt ekki sýnast of eftir- gefanleg. Hlauptu inn og kveiktu undir katlinum, meðan ég sníð skæð- in handa þér, sagði hún við Stjönu. Stjana kveikti undir katlinum og hljóp svo inn í baðstofu, til þess að fara í önnur föt. Kötturinn, sem altaf lá til fóta í rúm- inu hennar, varð svo skelkaður við asann í henni og hvernig hún grýtti frá sér hverri spjör, að hann flúði baðstofuna og þótt- ist ekki óhultur, fyr en hann hafði forðað sér upp í bæjarsund. Par kom hann auga á grátitling, veiðihugurinn vaknaði, og hann fór að sitja um hann og elta hann. Þegar Stjana var ferðbúin og kom aftur fram í búrið, sem lá áfast við eldhúsið, sátu Eiki og Tobba þar og drukku kaffi. — Pað er engu líkara en að þú ætlaðir til altaris, sagði Tobba, helti í bolla og rétti henni: Gjörðu svo vel. En það var kominn ferðahugur í Stjönu. Hún kvaðst enga lyst hafa á kaffi, og hún fékk skæðin, kvaddi og fór. Pá urðu hjónin loksins ein.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.