Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 22
i7» þess glögg merki enn i dag, og ef mig minnir rétt, þá fékk hann opinbera viðurkenningu fyrir jarðabætur. Pegar náttúrufræðingurinn Nicolai Mohr ferðaðist um ísland 1780, kom hann að Kjörseyri. Var hér þá algirt tún, og sá hann það hvergi annarstaðar á landi hér. Bóndinn, er Mohr nafngreinir ekki í ferða- bók sinni, hefur verið Ólafur. Reið hann á veg með Mohr og varð þeim tilrætt um girðinguna og sagði bóndi, að hann fengi tvöfalt meiri töðu af túninu, en áður en hann girti. Girðingu Ólafs hefur verið laklega viðhaldið eftir hans daga, því um miðja 19. öld var garðurinn, sem allur hefur verið úr torfi, svo siginn og aflagaður, að hann veitti enga vöm, nema stórgripum á stöku stað; og þegar ég kom hér 1869, veitti hann alls enga vöm, og hefur þó upphaflega verið mikið og myndarlegt mannvirki, því það sést enn greinilega fyrir honum öllum, og á sumum stöðum mun hann vera enn talsvert á aðra alin á hæð og þyktin eftir því. Hefur eflaust verið gjörður eins og hinir fomu löggarðar, 5 feta þykkur að neðan og 3 feta að ofan, og á hæð meðalmanni í öxl (o: 11 /2 al.) »af þrepi< (frá grasrót). Garðurinn hefur verið um 500 faðma langur. Líka bygði Ólafur mikla brú skamt frá bænum yfir ófært mýrarfen, hérumbil 52 faðma langa og 10 álna breiða, og er enn um 2 álna há, og til mikils gagns og prýði enn í dag. Sléttað hafði Ólafur í túninu, sem hefur verið nærri alt meinþýft, en ekki er hægt að segja, hvað það hefur verið mikið, er hann sléttaði; en blettur er i túninu, sem nefndur er »Breiðaflöt«, og er sjáanlegt, að hann hefur verið sléttaður, þó nú sé orðinn þýfður, samt kallaður greiðfær; bletturinn er um 150 Q faðmar. Það hefur altaf verið sagt, að Ólafur hafi slétt- að hann. 1 Um Óaf hafa gengið sagnir, er sýna að hann hefur verið gaman- samur og glettinn; var líka álitinn margvís og jafnvel göldróttur. Ein sagan er sú, að á Borðeyri, sem er næsti bær fyrir innan Kjörseyri, var strákur, sem stal oft hestum Ólafs; sagði Ólafur honum, að hann mætti ríða öllum hestunum sínum nema honum Brún; það var uppá- halds reiðhestur hans. Strákur hét góðu um það; en einn hvítasunnu- dag gat hann ekki stilt sig og tók þann brúna. Þegar hann er kom- inn á bak, tekur klárinn sprettinn og heldur honum heim á Kjörs- eyrarhlað; segir sagan, að Ólafur hafi verið að lesa húslesturinn og strákur ekki komist af baki, fyrri en lesturinn var búinn og Ólafur kom sjálfur og tók hann af baki. Fengist hafði Ólafur við lækningar, fór orð af því, að honum tækist vel við geðveikt fólk. Einusinni var komið til hans geðveikri stúlku, er sat um að fyrirfara sér; þá bar svo til, að hún hvarf snögg- lega, og var þá farið að leita hennar. Loks fann Ólafur hana liggjandi á milli stórra þúfna í túninu; spyr hann hana, hví hún liggi þar, og segir hún, að hún ætli að svelta sig þar í hel. í’að sagði Ólafur, að væri vitleysa, það sé svo langdreginn og kvalafullur dauðdagi; hún skuli heldur koma með sér heim í smiðju; þar eigi hann beittan hníf, hann skuli hjálpa henni til, ef hún vilji. Stúlkan verður ókvæða við, rýkur upp og segir hann sé óguðlegur maður, og hleypur á undan honum inn í bæ. Öðru sinni ætlaði hún að hlaupa í sjóinn, náði Ól-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.