Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 26
182 þá hér 3 hreppstjórar: Jón Jónsson á Melum, Gísli Ólafsson á Kjörs- eyri og Magnús Bjarnason á Kolbeinsá. þá, og til skamms tíma, voru prestarnir sjálfkjömir að taka þátt í sveitastjórn. Svo hér hefur þá verið líkt og hreppsnefndir eru nú, en bókfærsla hefur þá verið einfaldari. Tíundartafla og hreppsreikningur komst þá á ‘/2 pappírsörk. Þá (1788) voru tekjur hreppsins alls 8 ríkisd. 273/4 sk. Þrír menn gáfu það ár til sveitar: presturinn (Guðm. Bjarnason) 22 sk., Finnur b. Torfason í Laxárdal 11 sk. og Jón nokkur Sveinsson 24 skildinga. Þá var hvert fiskvirði gegn peningum ekki metið meira en 4—5 skildinga í sveitargjöld. Þó tekjur hreppsins væru ekki meiri en þetta, voru þær látnar mæta útgjöldum. Lausafjárframtal var þá ekki hátt, sem eðlilegt var. Gísli á Kjörseyri taldi fram áðumefnt ár 6 hundruð lausafjár, en 3 bændur í hreppnum töldu meira, 8 hundruð, — enginn meira. f’eir voru Jón Jónsson á Melum, Magnús Bjarnason á Kolbeinsá og Jón Guðmundsson í Skálholtsvík. Jafnframt og árferði hefur batnað, hafa sveitarþyngsli minkað, 2 unglingar, sem lagt var með 1778, stúlka 17 ára og piltur 15 ára, voru tekin án meðgjafar næsta ár, og 1792, voru hreppsómagar ekki nema 4, 2 gamalmenni og 2 unglingar. fJá var hæst tíund: hjá Jóni Jónssyni sýslumanni í Bæ 16 h., Jóni á Mel- um 14 h. og Gísla á Kjörseyri 7 hundruð. Tekjur hreppsins voru 9 rd. 60 sk. Fénaðareign manna hefur smá-aukist fram yfir aldamót, svo að 1810 var lausafjártíund Gísla á Kjörseyri orðin 14 hundruð. Hæst tíund var 18 h., hjá Sigurði hreppstjóra Sigurðssyni á Melum, síðar á Fjarðarhorni og Andrési Guðmundssyni á Kolbeinsá. Næstur þeim var Jón sýslumaður í Bæ með 17 h. Þá voru tekjur hreppsins 42 rd. 52 sk. og ómagar 3. Um aldamótin 1800 giftist Gísli á Kjörseyri Ólafsson síðari konu sinni, Guðnýju f’orvaldsdóttur, bónda á f’ingvöllum í Helgafellssveit. Hún var alsystir Katrínar, konu Sigurðar Sigurðssonar á Melum og síð- ast á Fjarðarhorni, þess sem áður er getið. Með Guðnýju seinni konu sinni eignaðist Gísli 2 börn, er komust á fullorðinsaldur, f’órunni og Tómas, bæði mannvænleg; Tómas var lipurmenni og listamaður. Hann var skáldmæltur vel, góður skrifari og dverghagur á tré og málma. Ég hef séð eftir hann smíðisgripi úr tré, silfri og kopar, er lýsa mikl- um hagleik. Tómas fluttist suður til Mýrasýslu og ól þar mestan hluta lið, en gat þó gengið á stúfunum, og eftir ])að kölluð fótalausa Gunna. Græddi hiín fé með aldrinum og gjörðist frábærlega dugleg. Fékk hún Reykjanes í Árneshreppi til ábúðar, og búnaðist þar vel. Meðal annars lagði hún stund á trésmíði; smíðaði flest búsáhöld, sexæringsskip og smærri báta. Hún tók til fósturs barn, er Jón hét Einarsson, og vandi hann við skipa- og járnsmíði. fótti hann beztur skipasmiður á Ströndum. Fóstra hans gaf honum alt sitt og bjó hann lengi á Reykjanesi og eftir hann Sigurður sonur hans, og hjá Sigurði dó Guðrún fótalausa í hárri elli, þá orð- in karlæg. Það mun hafa verið á árunum 1860—70, er hún dó. Gísli Sigurðsson, gamall bóndi á Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði, vel skynsamur og merkur maður, hefur sagt mér þessa sögu, og þekti hann vel Guðrúnu fóta- lausu og talaði við hana, þegar hún var komin í kör; var þó hugur hennar hinn sami, vildi, að þeir, sem bjuggu í Trékyllisvík, sæktu um styrk til konungs, til að kaupa þilskip, svo þeir gætu sótt betur sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.