Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 26
182
þá hér 3 hreppstjórar: Jón Jónsson á Melum, Gísli Ólafsson á Kjörs-
eyri og Magnús Bjarnason á Kolbeinsá. þá, og til skamms tíma,
voru prestarnir sjálfkjömir að taka þátt í sveitastjórn. Svo hér hefur
þá verið líkt og hreppsnefndir eru nú, en bókfærsla hefur þá verið
einfaldari. Tíundartafla og hreppsreikningur komst þá á ‘/2 pappírsörk.
Þá (1788) voru tekjur hreppsins alls 8 ríkisd. 273/4 sk. Þrír menn
gáfu það ár til sveitar: presturinn (Guðm. Bjarnason) 22 sk., Finnur
b. Torfason í Laxárdal 11 sk. og Jón nokkur Sveinsson 24 skildinga.
Þá var hvert fiskvirði gegn peningum ekki metið meira en 4—5 skildinga í
sveitargjöld. Þó tekjur hreppsins væru ekki meiri en þetta, voru þær látnar
mæta útgjöldum. Lausafjárframtal var þá ekki hátt, sem eðlilegt var.
Gísli á Kjörseyri taldi fram áðumefnt ár 6 hundruð lausafjár, en 3
bændur í hreppnum töldu meira, 8 hundruð, — enginn meira. f’eir
voru Jón Jónsson á Melum, Magnús Bjarnason á Kolbeinsá og Jón
Guðmundsson í Skálholtsvík. Jafnframt og árferði hefur batnað, hafa
sveitarþyngsli minkað, 2 unglingar, sem lagt var með 1778, stúlka 17
ára og piltur 15 ára, voru tekin án meðgjafar næsta ár, og 1792,
voru hreppsómagar ekki nema 4, 2 gamalmenni og 2 unglingar. fJá
var hæst tíund: hjá Jóni Jónssyni sýslumanni í Bæ 16 h., Jóni á Mel-
um 14 h. og Gísla á Kjörseyri 7 hundruð. Tekjur hreppsins voru 9
rd. 60 sk. Fénaðareign manna hefur smá-aukist fram yfir aldamót,
svo að 1810 var lausafjártíund Gísla á Kjörseyri orðin 14 hundruð.
Hæst tíund var 18 h., hjá Sigurði hreppstjóra Sigurðssyni á Melum,
síðar á Fjarðarhorni og Andrési Guðmundssyni á Kolbeinsá. Næstur
þeim var Jón sýslumaður í Bæ með 17 h. Þá voru tekjur hreppsins
42 rd. 52 sk. og ómagar 3.
Um aldamótin 1800 giftist Gísli á Kjörseyri Ólafsson síðari konu
sinni, Guðnýju f’orvaldsdóttur, bónda á f’ingvöllum í Helgafellssveit.
Hún var alsystir Katrínar, konu Sigurðar Sigurðssonar á Melum og síð-
ast á Fjarðarhorni, þess sem áður er getið. Með Guðnýju seinni konu
sinni eignaðist Gísli 2 börn, er komust á fullorðinsaldur, f’órunni og
Tómas, bæði mannvænleg; Tómas var lipurmenni og listamaður. Hann
var skáldmæltur vel, góður skrifari og dverghagur á tré og málma.
Ég hef séð eftir hann smíðisgripi úr tré, silfri og kopar, er lýsa mikl-
um hagleik. Tómas fluttist suður til Mýrasýslu og ól þar mestan hluta
lið, en gat þó gengið á stúfunum, og eftir ])að kölluð fótalausa Gunna. Græddi hiín
fé með aldrinum og gjörðist frábærlega dugleg. Fékk hún Reykjanes í Árneshreppi
til ábúðar, og búnaðist þar vel. Meðal annars lagði hún stund á trésmíði; smíðaði
flest búsáhöld, sexæringsskip og smærri báta. Hún tók til fósturs barn, er Jón hét
Einarsson, og vandi hann við skipa- og járnsmíði. fótti hann beztur skipasmiður á
Ströndum. Fóstra hans gaf honum alt sitt og bjó hann lengi á Reykjanesi og eftir
hann Sigurður sonur hans, og hjá Sigurði dó Guðrún fótalausa í hárri elli, þá orð-
in karlæg. Það mun hafa verið á árunum 1860—70, er hún dó.
Gísli Sigurðsson, gamall bóndi á Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði, vel skynsamur
og merkur maður, hefur sagt mér þessa sögu, og þekti hann vel Guðrúnu fóta-
lausu og talaði við hana, þegar hún var komin í kör; var þó hugur hennar hinn
sami, vildi, að þeir, sem bjuggu í Trékyllisvík, sæktu um styrk til konungs, til að
kaupa þilskip, svo þeir gætu sótt betur sjó.