Eimreiðin - 01.09.1914, Side 28
184
Um vínanda og áfenga drykki.
Eftir VALD. ERLENDSSON, lækni.
Áform mitt og tilgangur með þessari jitgjörð er, að skýra
fyrir mönnum nokkur atriði, er snerta áfengi og nautn þess, eðli
þess og áhrif á mannlegan líkama. En þetta verkefni er svo
vandasamt og yfirgripsmikið, aö ég veit, að það verður ekki vel
af hendi leyst, enda ómögulegt að skrifa ýtarlega um þetta mikla
málefni í stuttri tímaritsgrein; því um þetta efni mætti rita og
hafa verið ritaðar fjöldamargar bækur, heil bókasöfn. En skyldi
mér takast að leysa úr nokkrum spurningum, er snerta vínanda
og áfengisnautn, er tilganginum náð í aðalatriðunum.
Heimildir þær, er ég styðst við í ritgjörð þessari, hef ég úr
ýmsum eldri og nýrri bókum og ritgjörðum um þetta efni, og
vil ég þá fyrst og fremst nefna bók um áfengisnautn skoðaða frá
læknisfræðislegu sjónarmiði eftir Quensel, prófessor í læknisfræði
við háskólann í Uppsölum, er út kom í fyrra sumar. Ennfremur
hef ég stuðst við bækur og ritgerðir eftir þá yfirlækni V. Scheel,
prófessor Knút Faber og prófessor Boeck í Kaupmannahöfn;
sömuleiðis ýmsar kenslu- og handbækur eftir þýzka vísindamenn,
t. d. Kræpelín, Mehring, Ziegler, Kaufmann og marga
fleiri.
Aðalorsökin til þess, að ég hef ráðist í að skrifa um áfengi,
er æsingar bindindismanna, sem alstaðar, bæði á íslandi, í
Danmörku og í flestum öðrum löndum eru jafneinstrengingslegar;
því bindindismenn vilja hiklaust staðhæfa, að allskonar áfengi,
hverju nafni sem nefnist og í hve stórum eða litlum skömtum sem
þess sé neytt, sé altaf og undir öllum kringumstæðum skaðræð-
is-eitur fyrir sál og líkama. Eg vil því frá vísindalegu sjónar-
miði, svo skýrt sem auðið er í stuttri grein, sýna fram á, að þetta
eru öfgar, sem hvorki styðjast við reynsluna né vísindalegar rann-
sóknir og tilraunir seinni tíma. Pað er ekki meining mín að vilja
halda hlífiskildi fyrir Bakkusi konungi að neinu leyti; því vitaskuld
hefur hann komið ógnarmiklu illu til leiðar í heiminum. En ég
vil reyna að dæma alveg hlutlaust (objektivt) um málið, og unna
bæði bindindismönnum og þeim, er hafa gagnstæða skoðun, fulls
sannmælis, og aðallega styðjast við rannsóknir nýrri tíma á á-