Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 29

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 29
185 fengi og við skoðanir og ummæli margra líffærafræðinga og frægra lækna á vínanda og áfengisnautn. Ég skal nú í fám orðum lýsa áfengi og eðli þess frá efna- fræðislegu og líffærafræðislegu sjónarmiði, og því næst drepa á á- hrif þess á líkamann og hin helztu líffæri. Áfengisefnið í öllum áfengum drykkjum er »eþýlalkóhólið« (ÆthyLalkohol), sem samkvæmt frumefnum sínum er í efnafræð- inni táknað með C2 H5 oH. Menn neyta þess í ýmsum þynning- um. I öli og bjór eru ekki nema 2—8 °/o af vínanda, í vínum 8— 20 °/o og í brennivíni, konjakki og whisky 40—60 °/o. Eþýlalkóhól, eða hreinn vínandi, myndast hvarvetna, þar sem gerð kemur í sykur, og er dálítið af því bæði í moldu, lofti og vatni, og í líkama manna og dýra, og eins í jurtum. I líkamanum myndast það aðallega í blóðinu og miðtaugakerfinu, lifrinni og vöðvunum, og mjög smáir skamtar af því finnast líka í þvagi og mjólk. Marg- ir ætla, að vínandi myndist við gerð í þörmunum, og komist það- an út í blóðið. Sumir halda því einnig fram, að sjálfar frumlur líkamans framleiði örlítið af áfengi við efnabreytingu sína. Loks má geta þess, að nokkrir vísindamenn hafa haldið því fram, að allskonar sykur og sykurborin efni breytist fyrst í kolsýru og vínanda við meltinguna. Hinn þýzki rithöfundur H. Meyer hefur haldið því fram, að frumlur líkamans framleiði stöðugt vínanda, og hann segir, að orsökin til þess, að það ekki finnist nema í afarsmáum skömtum í líkamanum, sé sú, að það meltist svo fljótt og komist svo fljótt inn í blóðið og vefi líkamans; því að 1 l/s mínútu eftir að áfengis sé neytt, sé mikill hluti þess þegar kominn út í blóðið. Um meltingu (brenslu) vínanda í líkamanum hafa annars verið mjög skiftar skoðanir fyr og síðar. Éað var efnafræðingurinn mikli, þjóðverjinn Liebíg, sem árið 1840 fyrstur manna kom fram með þá skoðun, að vínandi meltist og breyttist í kolsýru og vatn í líkama mannsins. Franskir rithöfundar staðhæfðu aftur á móti, að hann færi óbreyttur gegnum líkamann með þvaginu og andardrættinum. Rannsóknir seinni tíma hafa sannað staðhæf- ingu Liebígs, og nú efast enginn um, að mestur hluti þess vín- anda, sem neytt er í hinum almennu áfengu drykkjum, meltist og verði að kolsýru og vatni, og að ekki nema 1—8 °/o af honum fari óbreytt út úr líkamanum, gegnum nýrun, hörundið og lungun, með þvaginu, svitanum og andardrættinum, útönduninni. Eins og

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.