Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 34
190 áreynslu. Meira er þó máske um það vert, að vínið í raun og veru virðist oft vera mikill harmaléttir ('Sorgenbrecker).« Mér dettur nú í hug gömul vísa, er ég lærði sem barn í heimahúsum; hún er svona: Vínið hressir upp sinni’ og sál leiðir í minni, liðkar mál, sút eyðir, en frábær mýkir hvern legg og lið, unun og gleði grær, löglega meðfarið. Eins og hér að framan hefir verið minst á, halda nokkrir rithöf- undar því fram, að vínandi myndist í frumlum líkamans og við meltingu sykurefna. Ef það er rétt, er vínandi í sjálfu sér ekkert fjandsamlegt eða likamanum óviðkomandi efna- samband; og kraft hans getur líkaminn hagnýtt sér, úr því hann brennur að mestu leyti til fulls við meltinguna. Pað er að eins ofdrykkjan, sem hefir skaðleg áhrif á frumlur líkamans. Meðal vísindamanna er mikill ágreiningur um, í hverju hin fyrstu skað- legu áhrif áfengis á frumlur líkamans séu fólgin. Nokkrir álíta, að eiturverkanir þess komi af því, að það dragi safann út úr frumlun- um, svo að þær herpist og hrukkist saman og breyti einnig frum- gerfi (Proíoþlasma) þeirra í efnafræðislegu tilliti. Pessi skoðun er þó varla rétt, því vínandamegnið í blóðinu, jafnvel í hinni dýpstu ölvímu, fer aldrei fram úr 0,7—O,8°/0, en í svo mikilli þynningu getur vínandi ekki haft nein veruleg áhrif á frumgerfi frumlanna, eins og tilraunir á rannsóknarstofum og á dýrum hafa sýnt og sannað. Margar aðrar getgátur hafa menn, einkum bind- indismenn, komið fram með um hin upprunalegu áhrif vínnautnar- innar á vefi líkamans, en þær eru allar órökstuddar og ósannað- ar. Bindindismenn halda því fast fram, að vínandi sé frumgerfis- eitur (Protoþlasmagift), en hinar nýjustu rannsóknir benda á, að sjálft frumgerfið bíði engan skaða af honum, heldur að eins hin fitukendu (liþoide) efnasambönd frumlanna; en þau mynda afarsmá- ger net eða kerfi inni í sjálfu frumgerfinu og í himnum frumlanna. Flestir vísindamenn halda því nú fram, að deyfingin (Narkose) með svefnmeðulum (t. d. eþer og klóróformi) sé einmitt fólgin í áhrifum þeirra á þessi fitukendu efnasambönd frumlanna í mið- taugakerfinu, þannig að jafnvægið milli hinna margvíslegu hluta og efnasambanda þeirra raskist við verkanir svæfingarmeðalanna. Svæfingin ætti þá að vera fólgin í þessum efnasambandabreyting- um í heilafrumlunum. Margir ætla, að frumgerfið sé í raun og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.