Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 41
i97
er að flestum heilablóðföllum og hjartaflogum og ótal mörgum öðr-
um meinsemdum, stafi að mjög litlu leyti frá áfengisnautninni.
Áhrif áfengis á nýrun eru í byrjun aukning þvagsins. Að
minsta kosti eykst þvagið að mun eftir litla eða miðlungi stóra
skamta af víni; en eftir feikna-stóra skamta minkar aftur á móti
þvagmyndunin. Annars má segja hið sama um áhrif vínanda á
nýrun, sem sagt var um áhrif hans á hjarta og lifur, að þau eru
aðallega í því fólgin, að drykkjumönnum er hættara við að fá
nýrnabólgu og aðra sjúkdóma í nýrun, eins og þeir einnig voru
næmari fyrir lifrarbólgu og hjartabilun, en bindindis- eða strangir
hófsemdarmenn. Chonheim segir þó á einum stað í bókum sín-
um, að langflestir þeirra drykkjumanna, er hann hafi rannsakað,
hafi haft alveg ágæt og ósködduð nýru. Professor Quensel held-
ur því einnig fram, að drykkjumenn fái tiltölulega sjaldan nýrna-
bólgu, og segir ennfremur um þetta atriði: »Vér getum ekki
með vissu dæmt um, hvort áfengisnautn leiði af sér nokkura sér-
staka sjúkdóma í nýrunum, og frá vísindalegu sjónarmiði er þessi
gáta enn að mestu óráðin«.
Margir læknar og heilsufræðingar hafa bæði á fyrri og seinni
tímum staðhæft, að mikil áfengisnautn rýrði mótstöðuafl líkam-
ans gegn næmum sjúkdómum. Reynslan virðist og að sanna
þetta. Lungnabólga og aðrir bakteríusjúkdómar virðast vera
öllu hættulegri fyrir drykkjumenn en aðra. Strangar vísindarann-
sóknir vantar þó enn um þetta. Menn greinir einnig á um, hvort
réttmætt sé að gefa sjúklingum, er þjást af næmum sjúkdómum,
áfengi í smáskömtum. Reynslan virðist benda til, að áfengisnautn
sé skaðleg, þegar um taugaveiki (Tyfus), kóleru, heimakomu og
nokkra fleiri næma sjúkdóma er að ræða. Aftur á móti halda
margir læknar fram þeirri skoðun, að einn einstakur allstór skamt-
ur af víni, er menn drekki í byrjun næms sjúkdóms, hafi oft
gagnleg áhrif á rás sjúkdómsins og geri h'ann minna hættulegan.
Gegn dái, sem eigi allsjaldan kemur fyrir í hættulegum bakteríu-
sjúkdómum, geta eitt eða tvö staup af góðu víni haft mjög gagn-
legar verkanir, og stundum frelsað sjúklinginn hreint og beint frá
bráðum bana (sbr. próf. Óskar Blochs Forelæsn.).
Smáskamtar af áfengi hafa oft góð og gagnleg áhrif á sjúkl-
inga, sem þjást af mikilli óró og hitasótt, vellíðunin eykst og
sorglegar hugsanir deyfast.
Pað yrði of langt mál, ef ég færi að rita um áhrif vínnautn-