Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 42

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 42
arinnar á berklaveiki og upptök hennar, áhrifin á upptök hinna ýmsu tegunda geðveikinnar og á dauðlegleikahlutfallið Pó skal ég drepa á einstök atriði. I Danmörku er drukkið sex sinnum meira af áfengi árlega en í Noregi, en þó sýna skýrslur beggja landanna frá síðustu árum, að útbreiðsla berklaveikinnar í Noregi er nú eins mikil eða jafnvel meiri en í Danmörku. Má hiklaust fullyrða, að höfuðorsökin til upptaka og útbreiðslu berklaveikinnar sé örbirgðin, óhreinlætið og sambúðin við berklaveika sjúklinga, en ekki áfengisnautnin. Aftur á móti hafa verið færðar miklar sannanir fyrir því, að ofdrykkjan hafi skaðleg áhrif á afkvæmið (Alkohol Kimfordcer- ver■), og af þeirri ástæðu hafi almenna hnignun eða úrættun (De- generation) mannkynsins í för með sér, er aftur hefir áhrif á upp- tök og útbreiðslu geðveikinnar, sem stöðugt virðist fara meira og meira í vöxt í öllum siðuðum löndum. Pað er haft eftir Díógenes, að hann hafi sagt við fábjána einn, er varð á vegi hans: »Hann faðir þinn hefir víst verið fullur, þegar þú komst undir, piltur minn!« Menn gefa áfenginu að sök, og það oft með réttu, að það sé frömuður ósiðsemi, lasta og glæpa og allrar óreglu. Eg skal að eins geta um einstöku dæmi, er benda í gagnstæða átt. Fyrir 2—3 árum var allsherjar verkfall í Svíþjóð, og var öllum verkamönnum bannað með lagaboði að neyta áfengis, meðan á verkfallinu stóð. Helztu afleiðingar þessa vínsölubanns voru þær, að óveniulega mörg óskilgetin börn fæddust í Svíþjóð svo sem 8—9 mánuðum eftir verkfallið! Árið 1911 voru rúmlega 8500 manns teknir fastir á götum Kaupmannahafnar fyrir óreglu, drykkju- skap, glæpi eða annan ósóma. En í Stavangri í Noregi, þar sem fulikomið vínsölubann drotnar, voru 2300 menn teknir fastir sama ár og af sömu orsökum. Kaupmannahöfn hefir yfir 500,00 íbúa, en Stavangur ekki nema 40,000. Af þessu geta menn reiknað út, hvor þessara bæja standi hærra í reglu og siðgæði. í Stavangri hafa hérumbil fjórum sinnum fleiri að tiltölu verið handsamaðir en í Khöfn á sama tímabili. Eins og sjá má af framanrituðu, hefi ég fljótt yfir sögu farið. Aðaláform mitt hefir verið að lýsa nokkrum áhrifum áfengisnautn- arinnar, og þá einkum áhrifum ofdrykkjunnar á taugakerfið, lifrina

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.