Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 45

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 45
201 Pessi grein er í rauninni neikvæð, og fyrirgirðandi. Sam- kvæmt henni viðhefir ríkið (þjóðfélagið, þjóðfélagsstjórnin) ekki lengur neina trúarbragðaþvingun. Trúarnauðungin gamla er á brottu; allir eiga að hafa hin almennu þjóðfélagsréttindi óskert, hvort sem þeir játa nokkur ákveðin trúarbrögð eða ekki. 46. gr. hljóðar: »Landsmenn eiga rétt á að stofna félog til að fijóna guði »með fieim hætti, sem bezt á við sannfceringu hvers eins; fió %má ekki kenna eða fremja neitt, sem er gagnstœtt góðu sið- »/erði og allsherjarreglu«. þessi grein er jákvæð, ákveðin réttarveiting. Borgurunum veitist heimild til að hafa þau trúarbrögð, er þeir kjósa — þó með ákveðnu skilyrði, að því er framkomu þeirra snertir. Ekki verður annað sagt, en að þessar tvær greinar sé mjög glæsilegar. Samkvæmt þeim virðist alt vera veitt, er æskja mátti í þessum efnum: fult frelsi, full trygging. En hér fylgir nú heldur en ekki óþægilegur böggull skamm- rifi, svojmjög, að í raun réttri er tekið með annarri hendinni, það sem gefið var með hinni! Frá því segir 45. gr. stjskr. (sem eiginlega hefði átt að koma á eftir hinum tveimur, er taldar voru, 47. og 46. gr., þvi að hún takmarkar þær svo stórum, að nærri stappar, að þær skýri rangt frá, hvað veitt sé og heimilað). Hún er þannig: i Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera fijóðkirkja d »tslandi, og skal hið ofiinbera að fiví leyti styðja hana og 'tvernda.« fað er að segja: Ejóðfélagið er trúbundið (confessionelt), því ber sem slíku skylda til að játa ein ákveðin trúarbrögð, ala önn fyrir fieim og halda kirkju fieirra ufipi. — Eigi skal nú hér farið út í nákvæmar lögskýringar á greinum þessum, né heldur, hvernig svið það, er þær ná yfir, afmarkist í einstökum tilfellum; gerist þessa eigi þörf í því sambandi, sem hér um ræðir. Eað, sem er eftirtektarverðast og mest kemur máli við, er þetta: Hinar umræddu greinar eru (eins og gefur að skilja, mætti segja) teknar svo sem orðréttar úr Grundvallarlögunum dönsku, frá 5. júní 1849 (28. júlí 1866), §§ 3, 76 og 79. Annað hefir ekki þótt hlýða, og stjórnarskrárgjafinn hefir og ekki vitað neina

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.