Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 50
\
206
Þetta dæmi hjá oss er alveg fágætt, til útlistunar á andlegu
víðsýni og frumlegum hugsunarhætti! — —
— — Er nú skilncíbur ríkis og kirkju í náinni framtíð kemur
á dagskrá hér á landi, býst ég við, að menn muni ekki telja það
ófyrirsynju, með þessi rök að baki, er ég hefi talið. Um þá aðra
þýðingu, sem aðskilnaðurinn gæti haft, á trúarlífið í landinu (því
til eflingar, að ætlan margra), skal ég ekki ræða hér; það liggur
fyrir utan það sjónarmið, er ég lít frá. En við þetta, sem fram
er tekið og út af fyrir sig er ærið nóg, bætist svo dstandib innan
þjóbkirkjunnar að ýmsu leyti, sem gerir það enn meir óhjákvæmi-
legt og bráðnauðsynlegt, að þessi bönd losni Kem ég þá að
hinu meginatriði máls míns: Kenningarfrelsinu.
Eg gát þess í upphafi, að þótt svo væri, að fult trúfrelsi væri
í landinu (sem ekki er), gætu þó hugsast höft á kenningarfrelsi —
fyrir menn, er hefðu bundist til kenninga á vissan veg. 46. gr.
stjskr. gengur reyndar áreiðanlega út frá því, að hvorttveggja sé
jafnleyfilegt: að fremja og kenna þau trúarbrögð, er menn kjósa,
og svo er það einnig áreiðanlega yfirleitt; hér má boða alla trú,
og er engum það meinað, svo ég viti (haldi hann sig innan þeirra
takmarka, er nefnd stjskr.grein setur). En — eins og 45. gr.
stjskr. takmarkar trúfrelsib svo stórvægilega sem sýnt hefir verið,
eins, og ekki síbur, takmarkar hiín kenningarfrelsib; það er ekki nema
sjálfsögð afleiðing, og meira að segja: annað er bldtt dfram óhugs-
andi, meðan skipulag það helzt, er 45. gr. hefir sett. Hvaða kirkja,
hvaða trúfélag, sem væri þjóðkirkja hér, mundi verða að hafa þá
kennendur, er kendi lærdóma hennar; og hvert trúfélag hefir sína
lærdóma, sína trúarjátning. Jafnvel þótt ekki sé um þjóðkirkju
að ræða, gefur að skilja, að þeir, sem ráðast kennimenn þess eða
hins trúarfélags (þó með frjálsum samningi sé) verða að flytja
kenningar þess. Peir eru skuldbundnir til þess, takast það á hend-
ur eo ipso með því að ganga í stöðuna. Þetta finst víst engum
undarlegt; er ekki annað en það, sem á sér stað á öllum sviðum
félagslífsíns: Gangi menn ab samningum, verba menn ab halda fdl
Pað kirkjufélag, sem hér á landi er lögskipub fjóbkirkja samkv.
45- Rr- stjskr., er hin evangelisk-lúterska kirkja Pótt ekki væri manni
það kunnugt, mætti þó örugt ganga út frá því, að sú kirkja hefði,
eins og aðrar, einhverja tiltekna trúarlærdóma, er hún og hennar
fólk héldi sig til. Og vel er það nú oss öllum vitanlegt, að trú-
arlæxdómar ev.-lút. kirkjunnar eru næsta dkvebnir. Trúarrit — játn-