Eimreiðin - 01.09.1914, Page 56
2 I 2
Charlottenborgarhöllinni, og þykir suraum listadómurum fult eins
mikið koma til sumra hinna, sem engin verðlaun hlutu. En oss
hefir þótt hlýða, að birta einmitt þá myndina, sem listaháskólinn
hefir dæmt langbezta og sýnt meiri sæmd en nokkru öðru mál-
verki síðan um 1870.
V. G.
Vörn .Hranna‘-dómarans í Skirni.
Cujusvis hominis est errare, nullius}
nisi insipientis, in tii'ore persci’erare.
Þótt EIMR. sé það mjög á móti skapi, að fara í stælur eða að
munnhöggvast út úr ritdómum hennar, verður þó í þetta skifti tæplega
hjá því komist, að taka »Hranna«-dómarann í Skírni ofurlítið tii
bæna. Ekki af því, að þess gerist í sjálfu sér veruleg þörf, jafnveiga-
lítil og andmæli hans eru gegn ritdómi vorum, eða, réttara sagt, vörn
hans fyrir dómi sínum um ágæti »Hranna«-kvæðanna, heldur af því,
að hugsast getur, að einhveijir glæpist á að trúa stað'næfingum hans,
af því maðurinn er doktor í heimspeki og kunnur rithöfundur, og sum-
ir eru auk þess svo einfaldir, að halda, að hver sá sé kveðinn í kút-
inn, sem ekki svarar, þótt þögn hans máske eingöngu stafi af því, að
hann kann að þegja.
Ekki getum vér þó átt við, að rekja þessa »apologíu« dr. Guðm.
Finnbogasonar (því sá er maðurinn, þótt EIMR. hafi hingað til hlífst
við að nefna nafnið) lið fyrir lið, því það yrði altof langt mál, heldur
verðum vér að láta oss nægja, að grípa niður hér og þar, en láta hitt
liggja óumtalað, sem mest er veikburða og veigaminst. Það er t. d.
engin hætta á, að önnur eins vörn og þetta sannfæri nokkurn mann:
»Orðin um höfuðborg Spánar:
Með forna heimsvaldsins úrelta arf
býr hún öltur, er geyma þess heilögu glóð,
munu allir skilja, sem lesa þau með athygli«(!). Allir sjá, að þetta er
það, sem kallað er á skólamáli: »að gefa sig upp á gat.« Og alveg
sama máli er að gegna með þetta:
>Ekki skal ég þrátta mikið um erindið úr kvæðinu »Dagurinn
mikli«, sem dr. V. G. reynir að gera sér mikinn mat úr. Við vitum
sjálfsagt báðir jafnmikið um það, hvernig guð er vaxinn eða búinn og
hvernig lífsstörfum hans er háttað, og þar sem dr. V. G. hneykslast á
höfuðfaldinum og beltinu, er bendi á, að skáldið hugsi sér guð sem
konu, þá finst mér það ekki meiri goðgá, en ef skáldið hefði látið guð
hafa harðan hatt og axlabönd, eins og okkur dr. V. G. Má og
minna á það, sem Jafnhárr mælti forðum: »Eígi eru ásynjurnar óhelg-
ari ok eigi megu þær minna«(l).