Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 58
214
skilning sinn á því, að skáldið brúki orðin í annarri merkingu, en til
er í íslenzku — og finst ekkert athugavert við það.
Léttan, þéttan byrðing beins Sléttan, skvettinn otur eins
bygðu þjóðir alda. útbjó flóðið kalda.
Um þetta fer dr. G. F. svofeldum orðum: »Um þessa vísu segir
dr. V. G.: »Manni liggur við að taka undir með Jóni sál. Þorlákssyni
og hrópa: Hver skilur heimskuþvætting þinn? — þú ekki sjálfur, leir-
uxinn«. Mikils þykir honum við þurfa, og þó er vísan svo auðskilin,
að broslegt er að skýra hana: Alda þjóðir (þ. e. margar kynslóðir)
bygðu léttan, þéttan byrðing beins (þ. e. húðkeipurinn). Eins útbjó
flóðið kalda (þ. e. hafið) sléttan, skvettinn otur. Húðkeipurinn var
með öðrum orðum eins vel gerður frá mannanna höndum og oturinn frá
náttúrunnar«.
En þó að þessi skýring (sem líklega fer nærri hugsun E. B.) væri
tekin gild, þá væri samt ekki allfátt við bæði vísuna og skýringuna
að athuga:
1. Það er fullkomlega heimildarlaust, að láta »alda þjóðir« þýða
»margar kynslóðir*, því »þjóð« þýðir aldrei »kynslóð« (generation),
heldur sérstakur landslýður (nation), og »öld« þýðir annaðhvort «menn«
eða »tímabil«, í fommálinu óákveðið, en nú vanalegast ioo ár (sbr.
þó »mannsaldur«). »Alda þjóðir« getur því, ef þessi orð eru rétt
notuð, ekki þýtt annað en annaðhvort »manna þjóðir« eða »tímabila
(nánast ioo ára) þjóðir« o: þjóðir, sem hafa lifað í fleiri aldir. En
það er víst ekkert einkennilegt fyrir Skrælingja eða Eskimóa, því flest-
ar þjóðir munu eiga sammerkt í því, að hafa lifað svo lengi. »Alda
þjóðir® er því hér meiningarleysa, sem staka góðgirni þarf til að fá
nokkurt vit í.
2. Að kalla húðkeip eða skinnbát Grænlendinga »byrðing beins«,
er sannarlega ekki vel valið. Því »byrðingar« voru stór, fremur lura-
leg, breið og borðhá flutningaskip (naves onerariœ), sem enn vóru í
brúki á Vestfjörðum á dögum Páls Vídalíns (sbr. Fornyrði Lögbókar
446—448), og því harla óviðeigandi að kalla hinn létta, mjóa og
grunna húðkeip því nafni. Auk þess er hinn hluti kenningarinnar líka
illa valinn, því hann bendir á, að húðkeiparnir séu aðallega úr beini,
þar sem sannleikurinn er, að þeir eru því nær eingöngu úr skinni,
með veigalitlum innviðum úr tré, en ekki beini (þó menn kunni ein-
hverntíma að hafa notað bein, þegar ekki náðist í tré). í »0rvalsrit-
um« Sig. Breiðtjörðs, sem E. B. hefir sjálfur út gefið, lýsir S. B. húð-
keipum Grænlendinga þannig (bls. 238): »Skinnbátar þessir eru hnýfla
á milli 7 álna langir, hérum alinnar breiðir og hálfa alin á dýpt; þeir
eru þannig gjörðir, að trégrind er að innan, og þanið um selskinn,
og lokað ofanvert; þar á er gat í miðju, svo stórt aðeins, að maður-
inn fái sér þar niður komið, og situr hann þar réttum beinum að
róðri, hvert sem hann fer«.
Eins og af þessu má sjá, eru húðkeiparnir harla ólíkir byrðingum,
sem oft voru haffærandi skip, enda getur hver sannfært sig um