Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 59

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 59
215 það af mynd þeirri af húðkeip, er hér er sýnd. 3. »Flóðið kalda« segir dr. G. F. að eigi að merkja »hafið«. Sé svo (sem vel getur verið, að E. B. hafi ætlast til), þá er það ófær kenning á hafinu; því hafið er ekkert kaldara en annað vatn að öllum jafn- aði, heldur er bæði bergvatn og jökulvatn í ám venjulega miklu kaldara. Dr. G. F. ætti að reyna að baða sig til skiftis í sjónum og henni Blöndu eða Þjórsá, og vita hvort baðið honum fyndist kaldara. 4. »Eins útbjó flóðið kalda sléttan, skvettinn otur« skýrir dr. G. F. þannig: »Húðkeipurinn var með öðrum orðum eins vel gerður frá mannanna höndum og oturinn frá náttúrunnar.« Þetta er góðgirnis- skýring, og ekki ólíklegt, að E. B. vildi eitthvað svipað sagt hafa. En hann gerir pai> ekki. Hann segir að »flóðið kalda« (hafið?) hafi út- búið (skapað, lagað) oturinn eins og »beinsbyrðinginn« (húðkeipinn), þ. e. að fyrst hafi Skrælingjarnir búið til húðkeipinn, og svo hafi hafið tekið hann sér til fyrirmyndar og skapað oturinn í hans mynd og líkingu! — En þó að þetta komi nú svona klaufalega út, þá eru meiri líkindi til, að E. B. hafi œtlah sér að segja, að Skrælingjarnir hafi tekið oturinn sér til fyrirmyndar, þegar þeir bjuggu til húð- keipinn. En jafnvel þó honum hefði nú tekist að segja það, þá hefði samlíking- in ekki verið sem heppilegust. Því ef menn bera saman almenna fiskioturs- mynd (sjá 2. mynd) við húðkeipsmynd- ina, munu menn fljótt sjá, að líkingin er ekki ýkjamikil, En enn verra verður það þó, ef skýring dr. G. F. er rétt, að »flóðið kalda« eigi að tákna hafið, því þá verður að bera húðkeipinn saman við hafoturinn, sem hér er sýndur á 3. mynd- inni, og mun fæstum virðast þar tiltakanlega mikil líking á milli. En eftir slíku og þvílíku ’nefir dr. G. F. auðvitað ekki tekið. Hans gagn- rýni ristir ekki svo djúpt. Hún finst yfirleitt ekki í ritdómum hans. Þeir eru ætíð tómt hól, en aldrei minst á neina galla. Kvöldsólin logar lárétt og hlý í logni á Brussels hæðum. »Þetta er svo að skilja«, segir dr. G. F., »að sólin logar í lárétta stefnu að sjá, og er það rétt mál, sem fáum mundi hugkvæmast að snúa út úr, eins og dr. V. G. hefir gert«. En þessi skýring fer í algerðan bága við orðin, eins og þau nú einu sinni standa í vísunni. Að »lárétt« er lýsing- arorð, en ekki atviksorð, sýnir orðið »hlý« á eftir. Því annars hefði átt að standa »lárétt og hlýtt«. Og þar sem í vís- Hafotur.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.