Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 59
215 það af mynd þeirri af húðkeip, er hér er sýnd. 3. »Flóðið kalda« segir dr. G. F. að eigi að merkja »hafið«. Sé svo (sem vel getur verið, að E. B. hafi ætlast til), þá er það ófær kenning á hafinu; því hafið er ekkert kaldara en annað vatn að öllum jafn- aði, heldur er bæði bergvatn og jökulvatn í ám venjulega miklu kaldara. Dr. G. F. ætti að reyna að baða sig til skiftis í sjónum og henni Blöndu eða Þjórsá, og vita hvort baðið honum fyndist kaldara. 4. »Eins útbjó flóðið kalda sléttan, skvettinn otur« skýrir dr. G. F. þannig: »Húðkeipurinn var með öðrum orðum eins vel gerður frá mannanna höndum og oturinn frá náttúrunnar.« Þetta er góðgirnis- skýring, og ekki ólíklegt, að E. B. vildi eitthvað svipað sagt hafa. En hann gerir pai> ekki. Hann segir að »flóðið kalda« (hafið?) hafi út- búið (skapað, lagað) oturinn eins og »beinsbyrðinginn« (húðkeipinn), þ. e. að fyrst hafi Skrælingjarnir búið til húðkeipinn, og svo hafi hafið tekið hann sér til fyrirmyndar og skapað oturinn í hans mynd og líkingu! — En þó að þetta komi nú svona klaufalega út, þá eru meiri líkindi til, að E. B. hafi œtlah sér að segja, að Skrælingjarnir hafi tekið oturinn sér til fyrirmyndar, þegar þeir bjuggu til húð- keipinn. En jafnvel þó honum hefði nú tekist að segja það, þá hefði samlíking- in ekki verið sem heppilegust. Því ef menn bera saman almenna fiskioturs- mynd (sjá 2. mynd) við húðkeipsmynd- ina, munu menn fljótt sjá, að líkingin er ekki ýkjamikil, En enn verra verður það þó, ef skýring dr. G. F. er rétt, að »flóðið kalda« eigi að tákna hafið, því þá verður að bera húðkeipinn saman við hafoturinn, sem hér er sýndur á 3. mynd- inni, og mun fæstum virðast þar tiltakanlega mikil líking á milli. En eftir slíku og þvílíku ’nefir dr. G. F. auðvitað ekki tekið. Hans gagn- rýni ristir ekki svo djúpt. Hún finst yfirleitt ekki í ritdómum hans. Þeir eru ætíð tómt hól, en aldrei minst á neina galla. Kvöldsólin logar lárétt og hlý í logni á Brussels hæðum. »Þetta er svo að skilja«, segir dr. G. F., »að sólin logar í lárétta stefnu að sjá, og er það rétt mál, sem fáum mundi hugkvæmast að snúa út úr, eins og dr. V. G. hefir gert«. En þessi skýring fer í algerðan bága við orðin, eins og þau nú einu sinni standa í vísunni. Að »lárétt« er lýsing- arorð, en ekki atviksorð, sýnir orðið »hlý« á eftir. Því annars hefði átt að standa »lárétt og hlýtt«. Og þar sem í vís- Hafotur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.