Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 61
217 Fritzner: harðla, srneget, særdeles«. Eiríkur ]ónsson: harðla (egl. contr. f. harðliga), »meget, saare, i höj Grad«. Björn Hixlldórsson: harðla, »val- de, admodum, meget, stærkí, overmaade«. Cleasby: harðla (and assimil. harla), »very, greatly«. Geir Zoéga: harðla, »greatly, very«. — Und- arlegt mætti það heita, að engum orðabókarhöfundi skuli hafa ratast á merkingu dr. G. F. í »harðla«, ef hún væri til, en að þeir allir skuli hafa einmitt þá þýðingu, sem hann kveður ranga. Hveijum skyldi þá betur trúandi? En ef »harðla« þýðir »mjög«, þá sjáum vér ekki bet- ur en að »hrygðin lá Agli harðla á munni« þýði einmitt: hrygðin lá Agli mjög á munni o : Egill hafði hrygð sina mjög á vörunum, var gjarnt að tala um hana. Að E. B. notar orðið »hof« um kirkjur kristinna manna, bæna- klefa munka, hellisskúta og bæjarrústir, vill dr. G. F. verja með því, að »hof« tákni í Hymiskviðu blátt áfram »hús«. En þó að þetta orð, sem er fengið að láni úr lágþýzku, finnist á einum einasta stað í sinni upprunalegu merkingu: garður, húsagarður (sbr. fornháþý. »garð- ur, höll«, lágþ. og fornsax. »garður, húsagarður« og engilsaxn. »girð- ing, hús, musteri«), þá veitir slíkt engan rétt til að nota þetta orð nú á tímum í þeirri merkingu, þar sem það annars ætíð í fornritum vor- um táknar hofgarð eða hof og í nútíðarmáli aldrei annað en musteri heiðingja. »Hvað er á móti því, að nota þetta fagra orð um guðs- hús alment, þar sem textinn sýnir, hvað það þýðir ?« spyr dr. G. F. Það sama og er á móti því, að kalla prestinn »goða«, messuskrúðann »blótklæði«, altarið »blótstalla«, messuna »galdur«, kirkjusönginn »seið« og segja um prestinn, þegar hann er að tóna, að hann sé að »gala«. Hversvegna ætli forfeður okkar hafi tekið upp á því, að taka lánsorðið »kirkja« upp í málið? Hví gátu þeir ekki notað »þetta fagra orð« hof um »guðshús alment,« hvort sem þau voru heiðin eða kristin? Auðvitað af því þeir voru svo óhepnir, að eiga engan dr. G. F., til að koma fyrir þá vitinu! Um »altar« — »öltur« fyrir »altari« — »ölturu«, »fiðrilds« fyrir »fiðrildis«. »heið« fyrir »heiði« (kemur nú reyndar ekki fyrir í ritdómi EIMR., heldur »veið« f. »veiði«), »þrim» fyrir »þröm«, »ýmst« fyrir »ýmist« segir dr. G. F. aðeins: »Skal ég láta hvern og einn sjálfan um það, hve mikil málspell hann telur að þessu.« Ojæja, hann vill þó ekki beinlínis leggja út í að verja, að »hér sé íslenzkan andhrein og ættgöfug og máttug í eðli« (eins og hann komst að orði í ritdómi sínum um »Hrannir«); en ummælin virðast þó nánast benda á, að hann fyrir sitt leyti telji þetta engin veruleg málspell, þó hann vilji vera svo náðugur, að setja ekki blátt bann fyrir, að aðrir hallist þar að annarri skoðun. En svo heldur hann áfram: »Hins vegar finst mér hart, að banna að segja »óvins«, sem kemur fyrir í fornu máli, fyrir »óvinar«, og »viðs« fyrir »viðar«, »við- úr« beygist eins og »liður«, sem stundum hefir myndina »liðs« í eign- arfalli (sjá Noreen: Altisl. u. altnorw. Grammatik. 3. útg. § 385, 2). »Yrviður« mun vera prentvilla. »Annað veif« særir ekki mitt eyra«. Öldungis rétt! Það má nú víst líka verða nokkuð bjagað málið tú þess, að það særi hans eyra. Og prentvilluskýringin er altaf ógn- ar handhæg. En um »óvins« er það að segja, að sú orðmynd kem-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.