Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 66
222 fetta fingur út í ýmislegt, einkum ýmsa hroðvirknisgalla; en kostirnir voru þó yfirgnæfandi og bókin yfirleitt svo þrungin af skáldlegu fjöri og snild, að hins gætti minna. En hér hefir höf. ætlað sér að forðast allar sögulegar villur, og því látið skáldskapinn sitja á hakanum, eins og hann sjálfur segir í athugasemdum aftan við bókina: »Saga þessi er ekki skáldsaga nema að nokkru leyti. Aðalefni hennar er sögulega satt. Það er mestmegnis tekið upp úr »Æfisögu sr. Jóns Steingríms- sonar« (kap. 43 — 53 og víðar) og mörg önnur rit notuð, bæði prent- uð og óprentuð«. Er auðséð á þessu, að höf. hefir ekki ætlað að láta menn geta brugðið sér um, að hann viki hér um of frá söguleg- um heimildum, eða sýndi hroðvirkni í því efni. En sörskamt er öfganna á milii«, segir máltækið, og sannast það líka hér. Einmitt þetta, að höf. hefir hér um of bundið sig við sannsögu- legar frásagnir, hefir skemt bókina stórkostlega. Má sem dæmi þess nefna frásögnina um bónorðsför séra Jóns Steingrímssonar vestur að Setbergi, þar sem meðal annars er verið að lýsa því, hvernig séra Jón drekkur tvímenning við ungfrú Kristínu »í tæru brennivíni« (og hún tekur meira að segja upp vasaglas hjá sjálfri sér til að »drýgja drop- ann«), að því er virðist, til að vinna betur á með bónorðið, með því að reyna að drekka hana ölvaða, enda segir, að hún hafi orðið örorð- ari og innilegri, eftir því sem vínið sveif á hana, þó hún jafnan gætti sín að færast undan bónorði hans. Og svo, þegar samdrykkjan ekki hreif, biður prófastur húsfreyju að láta Kristínu fylgja sér til sængur um kvöldið, og þar reynir hann að múta henni, með því að lauma að henni einum Tveggjabræðradal. T’ó þetta sé máske sannsögulegt og tekið eftir frásögn séra Jóns sjálfs, þá afsakar það ekki höf.; því það er fullkomin smekkleysa, að taka þetta með i þessa sögu. Hann átti að sleppa þessu eða breyta. Þá er það heldur ekki vel lagað til að hefja séra Jón í augum lesandans, hvernig hann ætlar að hafa unga, saklausa stúlku, sem tilbiður hann sem trúarhetju og mikilmenni, fyrir varaskeifu, og giftast henni, ef annað bregðist. Og þetta er hann látinn segja stúlkunni sjálfri blátt áfram, eins og ekkert væri við það að athuga! Að gera hetjuna frá eldmessunni sona auvirðilega, það nær engri átt — í skáldsögu, skoðað frá fagurfræðilegu sjónarmiði, hvað sem öllum sögulegum sannleik líður. Það er sjálfsagt alveg rétt, að séra Jón hafi í jöfnum mæli verið stórt barn og stór hetja. En það mátti ekki koma fram á þennan hátt 1 sögunni. Það meiðir tilfinningar manna, og séra Jón verður ekki sú fyrirmynd til eftir- breytni, sem hann á að verða, til þess að sagan geti náð tilgangi sín- um. Því ekki er ráð fyrir gerandi, að höf. hafi þann eina tilgang með sögu sinni, að skemta lesandanum, heldur að í henni eigi líka að felast góð kenning. Og að höf. sjálfum er þetta ljóst, má líka sjá víða í sögum hans, og ekki hvað sízt í þessum Skaftáreldasögum. Og einmitt fyrir það þykir oss svo vænt um þessar sögur og fyrirgefum fúslega mistökin og gallana — og mærðina. Því hún er óneitanlega nokkuð mikil á stundum og lopinn heldur langt teygður, þar sem efnið þó er ekki meira en hér: brot úr æfisögu séra Jóns Steingrímssonar. Jón Trausti þyrfti að læra að þjappa efni sínu betur saman, takmarka sínar eigin hrókaræður og láta heldur persónurnar 1 sögunni segja það,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.