Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 68
224 manskar hetjulundir fyrir sjónir, hugprýði, drengskap og ósigrandi trygð- ir í ástum. En auk þessa er bókin bæði fróðleg og mentandi. Eink- um má ætla, að mörgum Islendingum, þeim er vita einhver skil á anda fomaldar vorrar, menning hennar og siðferðishugsjónum, þyki dýrmætur fengur í þeim fróðleik, er þeir geta af henni numið. Á frá- sögn höf. skilst þeim samhengi fornmenningar vorrar við gamla germanska menning. Hér minnir fjölmargt á fornsögur vorar og hetju- kvæðin í Sæmundar-Eddu. • Ingvi konungur« gerðist á 4. öld e. Kr. í »Ingva-Hrafni« er sögunni komið lengra áleiðis. í’ar erum vér komnir fram á 8. öld. Hér lítum vér kristnina komna til heiðingjanna og baráttu hennar við heiðna trú. Er hér meiri varmi og hlýja en í »Ingva konungi«. Við skáldaljós höf. sést vel sumt þess, er skilur heiðna og kristna trú og andstætt er í þeim, og hvað það var í kenningum kristninnar, er forn- germönskum hetjum veitti erfitt að fella sig við. Eftir skilningi höf. hraus þeim hugur við þeim boðskap, að gera vel til óvina sinna, enda virðist slíkt gagnstætt frumeðli menskra manna. Og það auðkennir vel hetjulundina fornu, er aðalsöguhetjan, Ingvi-Hrafn, snýst þá fyrst til kristinnar trúar, er hann kemur auga á það, að flutningsmenn kristn- innar eru hermenn og geta sýnt hetjudug og hugprýði, ekki síður en hann. Kristinn afbragðsmaður lét lífið hans vegna óbeðinn, »þótt ég væri fjandmaður hans«, segir hann. »Slík ást er mestur hetjuskapur í mannlegum heimi«, bætir hann við. »Ingvi-Hrafn« er göfug bók. Vér kynnumst þar fóiki með miklu siðferðisþreki og viljakrafti, þar sem söguhetjur hennar eru. Má þar líta marga mikla mannkosti, hugrekki, sem kann ekki að hræðast, orð- heldni, sem aldrei bregzt, sierkar og óbilandi ástir ágætrar konu, sem býður öllu byrgin, til að finna elskhuga sinn, og leggur líf sitt við líf hans, sem var útlagi, sekur vargsbróðir, eins og bókin kallar hann, og hafðist við úti í skógum og óbygðum. Er þátturinn af Valborgu, ef til vill, fegursti kafli bókarinnar. Vinfreður er og skapaður stjórn- andi, »imperator«, drottinn mannanna, er þeir ósjálfrátt lúta og hlýða. Stundum finst mér sem fræðimaðurinn beri skáldið ofurliði, og sagan verði fremur að menningarsögu en skáldsögu. Skynjanfærin hafa ekki nóg að starfa. Hér vantar þann kyngikraft alls stórskáld- skapar, er lætur oss skynja atburðina eins o'g úr ijarlægð. En margt er skínandi fallegt í bókinni. Og höf. hefir gott lag á því, að láta til- finninga-hitann vaxa æ meir, er á bókina líður, svo að lesendunum þróast æ áhugi á henni við lesturinn. Bjarni frá Vogi á þakkir skilið fyrir þýðingu sína á góðbók þess- ari. Málið á henni er eins íslenzkt og nútiðarmál getur verið og á vel við efnið. Ég held, að enginn núlifandi íslendingur sníði mál sitt og orðfæri eins mikið eftir fornsögum vorum og hann. Stundum verð- ur mál hans heldur óþjált, en hér er það lipurt og lætur vel í eyrum og má fortakslaust lúka mesta lofsorði á það. S. G. BRYNJÚLFUR JÓNSSON: SAGA HUGSUNAR MINNAR. — Rvík 1913.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.