Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 70
22Ó
forsendu. Að minsta kosti álítur Bergson, að einmitt þá, er vér ein-
dregið og afdráttarlaust viljum eitthvað — oft án þess að geta gert oss
sjálfum grein fyrir ástæðum — þá breytum vér samkvæmt insta eðli voru,
í fullu samræmi við vort eigið »jeg« — og þá — en ella ekki —
komi vor eigin fijálsi vilji í ljós. Höf. meinar í rauninni hið sama, þó
hann geri sér ekki ljósa grein fyrir því. Þá er og skýring höf. á því,
hvernig hann hugsi sér guð hafinn yfir tíma og breytileik, hafinn yfir
það, að þurfa á »frjálsræði« að halda o: altaf breytandi samkvæmt sínu
eigin eðli, í fylsta samræmi við og óumflýjanleg afleiðing af kenningu
Biblíunnar um, að guð sé eilífur og alfullkominn.
Margt fleira mætti til tína, er ber vott um góðar og frumlegar
gáfur höf. Frásögnin er lipur og ljós og bókin því auðlesin. Og eng-
um getur dulist það, að hún er tilraun góðrar og göfugrar sálar til að
byggja nýja Bifröst af jörðu til hins fagra hugsjónalands, er hann
eygir í hillingum »fyrir handan hafið«. B. Bl,
JÓN ÓLAFSSON: ORÐABÓK ÍSLENZKRAR TUNGU að fornu
og nýju. i. h. Rvík 1912. (Áskrifendaverð: kr. 3,50, lausasöluverð:
kr' 5'°°)-
Petta hefti hefir verið sent Eimr. svo seint, að ekki er ástæða til
að rita mikið um það, eftir að svo margt og mikið hefir verið um það
ritað í blöðum og tímaritum. Það er fráleitt af útgefendum, að senda
ekki tímaritum bækur sínar til umgetningar fyr en 1 — 2 árum eftir að
þær hafa komið út.
Enginn getur annað sagt en að hér sé um þarft verk að ræða,
jafnfrámunalega ófullkomin og orðsöfn vor yfir nýja málið eru. Hins-
vegar var engin þörf á að taka fornmálið með, þar sem yfir það eru
til ágætar orðabækur, sem ekki er hugsandi til að umbæta í slíkri
bók sem þessari. Auðvitað má segja, að þar sem skýringar orðanna
í þessum orðabókum séu á útlendum málum, þá væri gott að fá orða-
bók yfir fornmálið með íslenzkum skýringum, sem allir geti notað,
þótt eigi kunni þeir útlend mál. Eigi skal þessu neita; en þá ætti að
semja sérstaka orðabók yfir fornmálið, en ekki hræra fornmálið og
nýja málið saman í einn hrærigraut, eins og gert er í þessari bók.
Það verður aldrei affarasælt, því afleiðingin verður, að menn lenda í
ýmsum ógöngum, sem stafsetningin á þessari orðabók ber bezt vitni.
Þar finnast t. d. ekki orð eins og háls, skáld, frjáls, álft, álfur, álfa-
fólk o. s. frv., heldur er vegna fornmálsins ritað hals, skald, frjals,
aljt, alfr, alfafolk o. s. frv. Þetta er fráleitt, þvi forntungan á engu
meiri rétt á sér en hið lifandi nútíðarmál. Afleiðingin verður líka, að
sum orð eru beinlínis rangfærð eða afbökuð, eins og t. d. alka, alp-
ast o. s. frv. (fyrir álka, (=löng haka), álpast), sem samkvæmt stjörnu-
merkinu eiga að vera ný orð, ekki hafa verið til í fommálinu og því
aldrei haft þá mynd, sem tilfærð er í orðabókinni. Afleiðingin verð-
ur því hrein og bein fölsun á nútíðarmáli voru í þágu fornmálsins, og
er það stórgalli á bókinni. Höf. hefði átt að halda sér eingöngu við
nútíðarmálið, íslenzka tungu eins og hún er töluð og rituð nú á dög-
um, eða í hinum nýrri bókmentum vorum, en nota fornmálið að eins