Eimreiðin - 01.09.1914, Page 72
228
2. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, I, 2. (Bókhlöðu-
verð kr. 2,25, fyrir áskrifendur að allri bókinni kr. 1,50).
3. Ferðabók fJorv. Thoroddsens, I, 2 (kr. 1,50) og II (kr. 5,00).
Skilvísir áskrifendur að allri bókinni fá hvert bindi fyrir kr.
3,00 til 1. júlí 1915 (öll 4 bindin fyrir kr. 12,00).
4. Orðakver, einkum til leiðbeiningar urn réttritun (en skýrir líka
frá uppruna orða), eftir Finn Jónsson. (Innb. kr. 0,75).
Á sumar af þessum bókum hefir EIMR. í huga að minnast frek-
ar síðar. V. G.
íslenzk hringsjá.
LEXICON POL IICUM ANTIQUÆ LINGUÆ StP'i tNTRIONAI.IS. Ord-
bog over det norsk-islandske Skjaldesprog. Forfattet af Sveinbjöm Egilsson. Foro-
get og pány udgivet for Det Kongelige Nordiske Oldskriftselskab ved Finnur Jóns-
son. 1. h. Khöfn 1913. (Verð 4 kr.).
Skáldamálsorðabók Svb. Egilssonar er nú orðin nálega hálfsextug að aldri (kom
út 1860), og því engin furða, þótt hún taki nú að gerast úrelt að ýmsu leyti,
jafnmikið ágætisrit og hún þó var á sínum tíma. Auk þess er hún löngu uppseld og
afardýr, þá sjaldan brúkuð eintök af henni fást keypt. Pessi nýja dtgáfa verður
því mörgum kærkominn gestur, og ekki síður fyrir það, að hún er umbætt og end-
ursamin einmitt af þeim manni, sem mest allra ndlifandi manna hefir fengist við
skýringar á hinum fornu skáldakvæðum og því hefir flest skilyrði til að gera hana
sem bezt úr garði. í orðabók Sveinbjarnar voru allar orðaskýringar á latínu, en
hér eru þær á dönsku, og mun mörgum nú á dögum koma það betur, þótt enn
betra hefði máske verið, ef þær hefðu verið á einhverju heimsmáli, t. d. ensku- eða
þýzku.
Að leggja nokkurn dóm á slíka bók sem þe^sa, er ekki auðgert í fljótu bragði
og látum vér oss því nægja, að lýsa ánægju vorri yfir útkomu hennar og benda
lesendum Eimr. á hana. V. G.
A. HEUSLER: DIE ANFÁNGE DER ISLÁNDISCHEN SAGA. (Sérpr. úr
/>Abhandlungen der Königl. Preuss. Akademie der Wissenschaften« 1913). Berlín
1914.
Hann lætur skamt höggva á milli, hann próf. Heusler, að því er snertir nýjar
rannsóknir á sögunum okkar fornu. Og ætíð er ánægja að lesa það, setn hann
ritar, jafnglöggur og gagnrýninn og hann er. í þessari ritgerð tekur hann til at-
hugunar hinar mismunandi kenningar um uppruna sagnrita vorra, og sýnir fram á>
að margar af þessum kenningum hljóti að vera rangar. Hann álítur, að allflestar
af sögum vorum hafi myndast smátt og smátt í munnlegri frásögn sögufróðra manna
og verið nokkurnveginn fullburða, áður en þær voru færðar í letur. Er víst lítill
vafi á, að hann hefir hér, sem oftar, einmitt hitt á hið rétta, og mundi mega styðja