Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 20
276
JÓN BISKUP VÍDALÍN
[EIMREIÐIM
i hug, hvílíkur voða mótstöðumaður hann muni hafa
verið í orðasennu (Debat). Og það er einkennilegt við
ræður hans, og sýnir að þær eru skrifaðar af manni,
sem þekti mátt mælskunnar, að þær eru undantekninga-
laust betri, þegar þær eru lesnar upphátt, heldur en þegar
maður les þær með sjálfum sér.
Eitt sem án efa hefir gefið prédikunum Vídalíns lífs-
þrótt hér á landi, er það, hve ramm-islenskar þær eru,
og sýnir þetta þá líka hve frumlegar þær eru. Líkingarnar
eru venjulega íslenskar, umhverfið alt íslenskt, andinn
íslenskur og málfærið. Það er íslendingur, sem hér er að
tala við íslendinga, og alstaðar speglast menningarástandið
átakanlega út úr ræðum hans, eins og eðlilegt er um svo
raunhæfan mann. T. d. segir hann á einum stað, að til
séu þeir skálkar, sem ekki svífist að leggja hendur á
prestinn sinn og annað slíkt.
Enginn er algjör. Vídalín er heldur ekki jafn vigur á
alt. Hann er stærstur þegar hann stendur og þrumar yfir
þverbrotnum og harðsvíruðum lýð. Þar verður naumast
fram úr honum komist. Ógnir helvítis og yndi guðsríkis
útmálar hann, svo, að þar verður varla um bætt, einkum
hið fyrnefnda. En tvent er það einkum, sem mér finst
á bresta hjá honum.
Annað er hlýjan og viðkvæmnin. Undir sumum »stóru
ræðunum« hans dettur manni í hug, hvílíkur atburða
pólitískur ræðumaður hann hefði getað orðið, því að þar
er venjulega ekki hlýjunnar vænst. Þó bregður þessu fyrir
hjá honum, og kemur þá sama dásamlega mælskan fram.
Sérstaklega vil eg benda á ræðuna um kanversku konuna
(2. sd. í föstu) þessu til sönnunar. Þar er þetta meðal
annars: »Ó, neyð! ó, neyð! ó, sorg! ó, sorg! hve góður
skólameistari ertu! og hversu sýnt er þér um, að gera
hinar fáráðu tungurnar vel talandi! Ekkert er hér eftir-
skilið, sem eitt mannshjarta kynni að hræra til með-
aumkunar, svo hér var á engan hátt hægt undan að kom-
ast fyrir þann, sem alt vald hefir, bæði á himni og jörðu,