Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 32
288
í ÞÝSKALANDI
[EIMREIÐIN
lausar stúlkur hafa orðið að ganga út á götuna og bjóða
líkama sinn til ásta til þess að bjarga móður og syst-
kynum, ungar ekkjur gerst strætiskonur til þess að geta
satt hungur barna sinna. Konur, sem áttu blettlaust líf,
sem ekki var til í nein lausung standa nú á götuhornum
og ávarpa karlmenn.
Atlot konunnar eru í lágu verði í Berlín — á verslunar-
máli yrði sagt, að framboðið væri margfalt meira en
eftirspurnin.
Ung og falleg kona stendur undir götuljósi seint á nóttu.
Tímum saman hefir hún staðið þarna, þreytt og hungruð,
án þess nokkur líti við henni. Fyrir 20 mörk er hún
ambátt þín í nótt.
Ef til vill rennur þér neyð hennar til rifja og þú gefur
henni fé í stað þess, að færa þér eymd hennar í nyt, og
hún leggur höfuðið á öxl þér og grætur: »í fjóra daga
hefi eg ekkert unnið mér inn, í tvo daga ekki borðað
heitan mat«.
Ef til vill rifjast upp fyrir þér einn fegursti staðurinn
úr fjallræðu Krists, — þú lærðir hann þegar þú gekst til
prestsins:
»Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og
þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir
fæðir þá; eruð þér ekki miklu fremri en þeir? . . . Gefið
gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa; þær vinna
ekki og þær spinna ekki heldur, en eg segi yður, að jafn-
vel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem
ein þeirra. Fyrst guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem
í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi
hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir?
Segið því ekki áhyggjufullir; Hvað eigum vér að eta?
eða: Hvað eigum vér að drekka? eða: Hverju eigum vér
að klæðast? . . . Yðar himneski faðir veit, að þér þarfn-
ist alls þessa«.
Júni 1920.
Kristján Albertsson.