Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 81
EIMREIÐIN]’
SÓLEY
337
— Því má ekki fullorðinn maður taka upp nýtt nafn, ef
hann hefir heitið skrípanafni áður? Því má og ekki alt
að einu land taka upp nafn á sama hátt? Rétt eins og
menn byggja upp hjá sér með vaxandi efnum. Eða fjalla-
búar kasta kotungsbúning, þegar þeir komast í samband
við siðaða menn.
Aftur munu menn segja: »Hvað er athugavert við nafn-
ið fsland: Merkir ekki ísinn: hreysti, tign, hetjuskap?«
Eg segi: Nei! ísinn merkir: dauða. Ekkert hafa íslend-
ingar heldur hatað jafnt og ísinn, sem land þeirra er þó
kent við. Enda hefir ekkert unnið landi þeirra annað
«ins grand.
Rað var síst af góðu gert, að ísland var svo nefnt í
upphafi. Pað má helst segja, að nafninu hafi verið varpað
fram í gremju. Hrafna-Flóki var í vondu skapi út af
vorharðindunum, þegar hann sá ísafjörð ísi fyltan, og
nefndi þess vegna landið ísland. Svo segja má, að það
hafi verið í hefndar- og gremju-skyni, að hann skelti
nafnskömminni á landið. Rétt eins og faðir Heljarskinn-
anna sýndi óbeit á sonum sínum með því að velja þeim
slík háðungar nöfn.
Sorglegast er, að íslandsnafnið er sann-nefni. Þó þannig,
að bent er á sorglegasta og óhrjálegasta einkenni lands-
ins. Rétt eins og það væri nefnt: Hraunland, Eyðiland
eða Sultarland.
Nú má segja sem svo, að lítið geri til með nafnið, svo
framarlega sem sönn (eða öllu heldur hliðholl) þekking
út breiðist á landi og landsbúum. — Það er nokkuð til í
því. Og gamla trúin íslenska var, að leitt væri að »kafna
undir nafni«. — En hitt er líka víst, að Ijótt nafn stend-
ur í vegi fyrir sannri (og einkum vilhallri) þekkingu á
landsbúum. Það er ekkert, sem íslands-nafnið bendir á
annað en óhugð, hroll og — eymd! Óhrjáleg hreystimenska,
sem að vissu leyti er fylgja kuldans, kemur ekki til greina
fyr en eftir að nokkur þekking er fengin á högum lands
og háttum. Svo að síst verður það heldur nafninu til
lyftingar.
Menn munu segja: »Við viljum enga breytingu. Landið
22