Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN]
STEFÁNSHELLIR
291
var áður, en engan vissu menn þekkja helli þenna nú,
fyr en Stefán fann hann. Austur af stóra niðurfallinu
var um 8 m. loft uppi, en svo enn austar annað niður-
fall, helmingi skemra en hið stóra, og þá tók loks við
austasti hluti hellisins, víður, um 10 —12 m., og
hár um 7 m. á að giska (minnir mig), beinn, með
fallegri, lítið eitt bogadreginni hvelfingu, víðari efst en
neðst, sléttur á gólfi, um 70 m. langur og hinn stórfeng-
legasti salur, einkar hentugur til fjölmennra funda, ef
vel væri í sveit komið og til þess búinn út. Inst var
glögglega hellisendinn og mátti hér heita upphaf hellisins.
Eins og sjá má af ágiskunum mínum um lengd hellis
þessa (ca. 970 m.) er hann nokkru minni en Surtshellir,
Víðgelmir og Raufarhólshellir í Ölfusi, en gengur næst-
ur þessum stórhellum og má teljast þeim jafnmerkur
sem náttúrumenjar, en sögulegt er ekkert við hann svo
nú sé kunnugt. — Auk varðanna urðum við engra manna-
verka vör.
Ólafur í Kalmanstungu kvaðst hafa viljað láta það
bíða mín að gefa hellinum nafn. Þar sem Stefán sonur
hans hafði bæði fyrstur fundið og nú fyrstur farið allan
hellinn þótti mér best eiga við að kenna hellinn við hann.
Sept. 1920.
Matthías Pórðarson.