Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN]
BIFREIÐ NR. 13
303
þig, hróið mitt?« — Þorgrímur var óvenjulega blíðróma.
Skrifað stendur: »Heiðra skaltu föður þinn og móður,
svo að þú verðir langlíf í — — —
»Þú ert ekki faðir minn! Þú átt ekkert með að tala
um föður og móður, þú sem vilt ekki einusinui lofa okk-
ur mömmu að fara i kirkju, og skipaðir henni að fara
úr »Hvítabandinu«, af því að þú tímdir ekki að sjá af
árstillaginu. — Æ, það vildi eg hann pabbi minn hefði
ekki dáið 1« Imba þaut hágrátandi út úr stofunni, og skelti
aftur hurðinní.
Hún fleygði sér upp í rúmið, hélt hálfsaumaða kjóln-
um fyrir andlitinu, og grét með þungum ekka. »Elsku
pabbi minn!« sagði hún hálfhátt, — »undarlegur var guð,
að taka hann, en lofa Þorgrími að lifa, öðrum eins —
öðru eins óféti«. Hún mundi vel eftir pabba sínum, þó
hún væri að eins sex ára, þegar hann dó, mundi að hann
hafði haldið á henni, og farið með alt Grýlukvæði og
Gilsbakkaþulu, og gefið henni gráfíkjur og hagldabrauð,
þegar hann kom heim af skútunni, — altaf verið góður
við hana. Pabbi! elsku pabbi, eg vildi að þú hefðir ekki
dáið«.
En hvað hún gat verið þreytt og magnlaus. —
Hún settist upp. Eldur brann úr augum hennar. »Fyrst
eg fæ ekki að fara með góðu, þá skal eg fara í leyfls-
leysi. Mér dettur ekki í hug, að þola þelta lengur!« Hún
stökk á fætur, þvoði sér og greiddi í snatri, hafði fata-
skifti, tók stígvélin í svuntu sína og læddist ofan stigann.
Hún fór í stígvélin á bak við húsið, og hljóp svo burt
sem fætur toguðu.
Hún var sprengmóð, þegar hún kom að horninu á
Barónsstíg og Hverfisgölu. Bifreiðin beið þar. Ungi mað-
urinn opnaði hurðina og sagði: »Velkomin! Eg vonaði,
og vonin lætur sér ekki til skammar verða«. Hann brosti
ánægjulega.
»Var leyfið torsótt?« spurði hann um leið og hann
hjálpaði henni inn í vagninn.
»Eg fór í leyfisleysi«, sagði Imba lágt. »Eg gat ekki
þolað þelta ófrelsi lengur«.