Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Side 47

Eimreiðin - 01.09.1920, Side 47
EIMREIÐIN] BIFREIÐ NR. 13 303 þig, hróið mitt?« — Þorgrímur var óvenjulega blíðróma. Skrifað stendur: »Heiðra skaltu föður þinn og móður, svo að þú verðir langlíf í — — — »Þú ert ekki faðir minn! Þú átt ekkert með að tala um föður og móður, þú sem vilt ekki einusinui lofa okk- ur mömmu að fara i kirkju, og skipaðir henni að fara úr »Hvítabandinu«, af því að þú tímdir ekki að sjá af árstillaginu. — Æ, það vildi eg hann pabbi minn hefði ekki dáið 1« Imba þaut hágrátandi út úr stofunni, og skelti aftur hurðinní. Hún fleygði sér upp í rúmið, hélt hálfsaumaða kjóln- um fyrir andlitinu, og grét með þungum ekka. »Elsku pabbi minn!« sagði hún hálfhátt, — »undarlegur var guð, að taka hann, en lofa Þorgrími að lifa, öðrum eins — öðru eins óféti«. Hún mundi vel eftir pabba sínum, þó hún væri að eins sex ára, þegar hann dó, mundi að hann hafði haldið á henni, og farið með alt Grýlukvæði og Gilsbakkaþulu, og gefið henni gráfíkjur og hagldabrauð, þegar hann kom heim af skútunni, — altaf verið góður við hana. Pabbi! elsku pabbi, eg vildi að þú hefðir ekki dáið«. En hvað hún gat verið þreytt og magnlaus. — Hún settist upp. Eldur brann úr augum hennar. »Fyrst eg fæ ekki að fara með góðu, þá skal eg fara í leyfls- leysi. Mér dettur ekki í hug, að þola þelta lengur!« Hún stökk á fætur, þvoði sér og greiddi í snatri, hafði fata- skifti, tók stígvélin í svuntu sína og læddist ofan stigann. Hún fór í stígvélin á bak við húsið, og hljóp svo burt sem fætur toguðu. Hún var sprengmóð, þegar hún kom að horninu á Barónsstíg og Hverfisgölu. Bifreiðin beið þar. Ungi mað- urinn opnaði hurðina og sagði: »Velkomin! Eg vonaði, og vonin lætur sér ekki til skammar verða«. Hann brosti ánægjulega. »Var leyfið torsótt?« spurði hann um leið og hann hjálpaði henni inn í vagninn. »Eg fór í leyfisleysi«, sagði Imba lágt. »Eg gat ekki þolað þelta ófrelsi lengur«.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.