Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 113
EIMREIÐINl
FRESKÓ
369
En ef til vill geri eg henni nú aftur rangt til, eins og fyrst,
þegar eg sá hana.
Dagarnir elta hver annan, dimmir og kaldir og leiðir.
Mér þykir nú vænt um kvöldin, að geta kveikt og sest
að einn með stóra hundinum hér í lesstofunni. Hún er
orðin eins og heimili mitt. Yfiskógarvörðurinn spurði mig
í gær, hvort eg vildi ekki koma á veiðar. Ómögulegt er
að lýsa með orðum þeirri fyrirlitningu, sem skein úr svip
hans þegar eg sagði honum, að mér mundi alveg ómögu-
legt að drepa nokkra skepnu. Vinnufólkið alt telur mig
vera meinlausan bjána.
Eg vinn af kappi að málverkunum, þegar birtan leyfir.
Eg fer oft á hestbak og geng og les töluvert. Hér eru
þúsundir af bókum á frönsku og latínu, en mjög fáar á
itölsku. Myndin af Esmée stendur í grind í norðurenda
lesstofunnar. Við sitjum svo báðir hér, eg og Bernwick,
hundurinn, horfum á hana og söknum hennar, hver upp
á sína vísu. Eg er ekki í neinum vafa um, að hann þekkir
hana á myndinni.
í gær var afmælisdagurinn hennar. Ráðsmaðurinn lét í
nafni bennar gefa öllum fátækum á margra mílna svæði
veitingar og gjafir. En mér sýndist samt allir vera óánægðir
á svipinn og skapillir. Þeir finna það víst vel, að henni
er sama um þá alla, og þekkir þá ekki einu sinni í sjón.
Eins og hún gæti orðið vinsæl meðal þeirral
í dag er öskrandi snjóbylur. Jörðin er alhvít og eikar-
trén eru tröllsleg í fannkynginu. Eg fór út og sá, hvernig
veiðidýrunum var gefið. Nerina át úr hönd minni. Það
er ískalt. Eg kenni í brjósti um fátæka fólkið. Ráðsmað-
urinn hefir látið skifta miklu af kolum og fötum milli
þeirra. Hún hefir aftur skrifað mér stutt bréf. Hún segir
mér þar, að hún sitji nú undir blómstrandi trjánum í 20
stiga hita og horfi út á skínandi hafflötinn. Hún spyr
mig að því, hvort eg öfundi sig ekki stundum. En eg
öfunda blómin, sem eru í návist hennar — og svara henni
svo auðvitað — og það er að verða sannleikur — að mér
þyki æ vænna og vænna um þessa nístandi storma, þetta
snjóþakta landslag, þessa skuggalegu skóga, þessa rökkur-
24