Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 80
336
[EIMREIÐIN
Sóley.
Eg hefi orðið var við þá hugmjrnd hjá stöku manni,
einkum vestra, að hæfilegt væri að breyta nafni íslands.
Ástæðurnar þessar: Nafnið (sem minnir á ís og kulda)
vekur óhugð hjá all-flestum útlendingum. Þeim finst þeir
vera að fara út á hala veraldar að fara þangað. T. d.
þegar eg fór frá íslandi og kom til Edinborgar, spurði
húsmóðirin, þar sem eg gisti, mig hvaðan úr veröld eg
væri. Eg sagði sem var. Og minnist eg þess lengi, að
hún ók sér eins og hún væri hrolli slegin, þegar hún
heyrði íslands nafnið. Hins sama hafa margir orðið varir,
sem um útlönd hafa farið. Eg býst við að fólk frá öðr-
um löndum þykist taka sig upp í eins konar heimskauts-
ferð, þegar það leggur af stað til íslands.
Þessi hugmynd var þó miklu sterkari áður fyr. Enginn
vafi á því, að nafnið ísland (Crymogæa = Hrimland
nefnt fyr í útlendum bókum) á sterkasta þáttinn í því,
sem til þessa hefir við loðað, að íslendingar væru haldnir
Skrælingjar.
Menn munu segja: »íslands-nafnið er svo gamalt (og
þá auðvitað gott! Hjá sumum er: gamalt — sama sem:
gott), að hvorki er æskilegt né mögulegt að breyta því.
Kærar endurminningar fylgja íslands nafninu, og hafa
fylgt því, kynslóð fram af kynslóð. Og því er það bæði
synd gagnvart minningu forfeðra vorra og ásökunarefni
fyrir ókomnar kynslóðir að fara að breyta nafni fóstur-
jarðar vorrar«.
Þar til svara eg: Það er sama með nafn lands eins
og manns. Maður, nákominn oss, er orðinn svo kunnur
undir því eða því skrípanafni. Oss þykir vænt um mann-
inn; en nafnið ei, — síst á öðrum; tökum ekki eins eftir
því á honum, af því oss er hlýtt til hans. Oss þykir vænt
um nafnið aðeins hans vegna, þ. e. meðan það hvílir á
honum. Alveg eins með land. Ófagurt nafn á landi getum
vér þolað, ef vér elskum svo landið, að nafnið gleymist.