Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 102
358
JÓN SVEINSSON
EIMREIÐIN
Nú ætla eg þá að segja þér frá byrjuninni; það var í
morgun.
Við sigldum inn í Eyrarsund. Og þá sá eg Kronborg.
Hún var mjög stór og með turnum, sem náðu langt upp
í skýin.
Og Owe sýndi mér fallbyssurnar, sem Danir áður fyrri
skutu með i kaf skip þau, er engan toll vildu borga. Og
þau voru mörg á hverjum degi.
En hið fegursta af öllu við Eyrarsund eru beykiskóg-
arnir, sem vaxa alveg niður í sjávarmál.
Eg hugsaði með mér, að það blyti að vera krökt af
ræningjum og draugum i þessum þéttvöxnu skógum, og
dvergar i steinunum og allskonar forynjur i hellunum.
Og eg fór að hugsa um, að það hlyti að vera gaman
að ganga þar um að kvöldlagi og sjá ljós i fjarska og
rekast á einhvern kofa og gista yfir nótt hjá einhverjum
ræningja, eins og stendur í ræningjasögunum.
En þú skalt ekkert óttast, mamma mín, eg mun ekki
fara að hætta mér út í það.
Það er unaðslegt að eiga heima i húsunum við ströndina.
Þar vex alt sem maður þarfnast, bæði á jörðinni og á
trjánum. Þar þarf enginn maður neitt að gera. Menn
geta verið að gleðskap og leikum allan daginn.
Þegar lengra kom inn í Eyrarsund sáum við Dyrehaus-
bakken, þar sem leikið er dag og nótt á öll hugsanleg
hljóðfæri, og bumbur barðar og skotið af fallbyssum.
Alt fólkið í Kaupmannahöfn fer þangað til þess að
hlusta á hljómleikana.
Það er svo ríkt. Það þarf ekkert að vinna og getur
verið að skemta sér jafnt nætur sem daga.
Svo hefir einn af hásetunum sagt mér.
Þegar við sigldum þar hjá þóttist eg glögt heyra hljóm-
leika og skot þaðan.
Skömmu þar á eftir sá eg Kaupmannahöfn í fyrsta sinni.
Og hvernig heldurðu að hún hafi litið út til að byrja
með? Eins og samfeldur reykjarmökkur eða þoka með
nokkrum turnum upp úr.