Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 3
EIMREIÐIN]
JÓN BISKUP VÍDALÍN
259
líta, að Passíusálmarnir hafa aldrei fengið neinn keppi-
naut á íslandi, en þá hefir Vídalínspostilla fengið. Og þótt
þeir hafi jafnan þótt bragðdaufir við hliðina á »gamla
manninum«, þá hafa þeir þó komið í þekkilegri búningi,
og því smámsaman þokað Vídalínspostillu til hliðar.
Þó hefir Vídalínspostilla verið í því öndvegi, að engin
húslestrabók hér á landi hefir komist neitt í nánd við
hana í því efni. Hér um bil hálfri annari öld eftir að
hún kom fyrst út, er hún til svo að segja á hverju heimili
á landinu, eftir því sem sjá má af sálnaregistrum frá því
oftir miðja 19. öldina. Hún kom fyrst út á Hólum í 2
bindum 1718 og 1720, og síðan jafnan með fárra ára
fresti til 1838. Þá voru komnar út, eftir því sem eg hefi
næst komist, 13 útgáfur af fyrri partinum og 11 af þeim
síðari.1) Er þetta ekki smáræði, þegar litið er á stærð
bókarinnar og verðmæti. Vel má skilja, að eftirspurnin
yrði meiri eftir fyrri partinum, því að hann tekur yfir
alla helgidaga frá aðventu til hvítasunnu, eða vetrarmán-
uðina, en að sumrinu voru liúslestrar ekki jafnmikið
ræktir. Þá komust frekar allir af heimilunum til kirkju.
Má af þessu sjá, að Vídalínspostilla hefir ríkt einvöld um
nálega hálfa aðra öld og verið lesin á hverju heimili á
hverjum helgum degi. Árnapostilla, sem kemur út 1822
og 1839, ryður henni ekki af stóli, og Pjeturspostilla, sem
kemur fyrst 1856, þokar henni ekki nema hægt og hægt.
Það er því ekki furða, þótt áhrif Vídalíns yrðu mikil, og
oft væri vitnað til þess, sem »meistari Jón« segði.
Erfitt er að segja um það, hverir verið hafi miklir eða
mestir kennimenn á íslandi á liðnum öldum. í sögum
hinna fyrri biskupa í kaþólska siðnum man eg ekki til
að gumað sé af mælsku annars, svo brögð sé að, en
Jóns biskups Halldórssonar í Skálholti (1322—1339), en
liann kom hingað fyrstur með mærð förumunka. í lút-
herskum sið er fált sagt um mælsku kennimanna, og lítið
1) Halldór Hermannsson telur þó dálítið öðruvísi i hinni miklu bókaskrá
yfir Fiskesafn.