Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 38
294
BIFREIÐ Nr. 13
[EIMREIÐIN
— Flestar stúlkur, sem verið höfðu við nám á sauma-
stofunni síðastliðinn vetur, höfðu verið á Siglufirði, sum-
ar voru þar nú, — þær höfðu haft af mörgu að segja —
mörgu skemtilegu — meðal annars dansi. Imba kunni
ekki að dansa, þær hlóu þegar þær heyrðu það. Imbu
fanst það ekkert hlægilegt — síður en svo — .
Imba átti heima inst inni í Skuggahverfi, hjá móður
sinni. Móðir hennar bjó með manni, sem Þorgrímur hét.
— Frá því Imba mundi eftir sér, hafði hún gætt barna,
hingað og þangað í bænum. Fyrst framan af hafði mamma
hennar verið í fiskvinnu, eða þangað til hún tók saman
við Þorgrím, sem hafði verið háseti á skútunni, sem hafði
Gvend bróður hennar fyrir matreiðslusvein. — Nú var
Gvendur orðinn landkrabbi, — búið að búa til úr honum
verkstjóra; hann var óþolandi síðan. — En þegar búið
var að ferma hana, hafði hún verið látin á þessa sauma-
stofu, og var nú 17 ára.
Mamma hennar tók við kaupinu, og gaf henni 50 aura
um hver mánaðamót, — eiginlega réði Forgrímur því. —
Hann réði öllu, réði yfir öllum á heimilinu, nema Gvendi.
Mamma hennar tók öllu nú orðið með þögn og þolin-
mæði, síðan Þorgrímur uppgötvaði keyri á hana: að hann
gæti farið, það væri nóg af stúlkum, sem litist á Grímsa
gamla enn þá! Svo mamma hennar kaus heldur að kyssa
á vöndinn, en eiga á hættu að verða send sveitarflutningi
með þrjú smábörn. Einhver hafði nú raunar skotið því
að Imbu, að lögin gætu þvingað Þorgrím til að borga með
börnunum, — en það leit ekki út fyrir að mamma hennar
vissi það.
wÞið ættuð bara að sjá kápuna mína, sem eg ætla að
vera í austur á Eyrarbakka«, sagði Ella hróðug, — ljós-
brún, hnept upp í háls, alveg splunkurný, frá Jakobsen
— og pabbi gaf mér eina af þessum egta fínu bifreiðar-
slæðum frá Láru. — Ónefndur maður sagði, að eg yrði
sjáandik
Imba horfði áfergjulega á Ellu. Mikill var sá munur!
Báðar voru þær hjá sinum, sem kallað er. Ella hlaut að
fá alt kaupið sitt, og jafnvel meira til, hún var ætíð svo