Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 106
362
[EIMREIÐIÍ*
Freskó.
Saga eftir Ouida.
[Framh.].
Lávarðurinn kom til min í þessu. Eg var einn, og hann
fór að tala við mig. Hann talar ekki vel frönsku, en samt
skildi eg hann. Hann sagði ýmisiegt ilt um greifinnuna,
og endaði með þvi, að hún væri daðurdrós og vandræða-
gripur. Eg svaraði honum, að eg gæti ekki séð, að það
kæmi mér neitt við, en þar sem hún hefði gert vel til
mín, þá gæti eg ekki né vildi láta það viðgangasl, að
illa væri talað um hana í minni áheyrn. Hann varð hálf
sneyptur yfir þessu i svip. Hann stóð upp og sagði:
»Jæja, eg þvæ hendur mínar!« og bætti því svo við,
að hann væri á förum til Steiermark. Það var eins og
hann væri að bíða eftir því, að eg gerði einhverja yfir-
lýsingu, en eg gat ekki séð að mér bæri skylda til neins
slíks.
Eg held að þetta fólk geri eitthvað mikið meira úr mér,
en nokkurri átt nær. Skyldi þetta vera satt, að hún sé
daðurdrós? Ekki get eg verið á þeirri skoðun. Og þó að
það svo væri, hvað kæmi mér það við? Eg er ekkert
nema maður, sem hún hefir fengið til þess að mála dans-
salinn sinn og mynd af sér. Og svo skyldi eg auk þess
vera eitthvað, jsem hún mundi lita á með meiri lítilsvirð-
ingu en sorphreinsarann, sem þrífur visnu blöðin í garð-
inum hennar!
f morgun snemma kom hún alt í einu inn i danssal-
inn. Eg var að mála. Hún hefir farið snemma á fætur
siðustu tvær vikurnar. Eg hefi séð hana á gangi í garð-
inum skömmu eftir sólaruppkomu, og hitt hana þar einu
sinni eða tvisvar. Hún horfði ofurlitla stund á mig við
verkið og sagði svo: »Hví hamist þér svona við verkið?"
Hví eruð þér svona ákafur að lúka þessu? Eruð þér strax
orðinn leiður á Englandi, farið að leiðast hér í Milton?