Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 118
374
RITSJÁ
[EIMREIÐIN
ógreiöi gerður, en breiða svona misskiining út, og þegar íslensk-
ur sveitasöfnuður er látinn hefja mótstöðu gegn prestinum sín-
um fyrir pað, að hann boðar afdráttarlaust trúna á annað líf,
og hrópa »heyr« við fullkominni trúarafneitun, pá verður að
mótmæla slíku, pví að það er ekki rétt. En það er sú orþódoxa
trú, »barnatrúin«, sem litur hornauga til þess, að »leitað sé frétta
af framliðnum«, og andstaðan gegn »andatrúar-prestinum« hefði
vitaskuld átt að koma fram í gerfi trúarvandlætingar, en ekki
trúarafneitunar.
Guðsdýrkun er alls engin saga. Prír menn hittast og fara að
ræða sín á milli um efni, sem oft heflr áður verið rætt og kom-
ast að þeirri sömu niðurstöðu, sem oft hefir verið komist að, og
svo búið. Eetta gat verið efni í greinarkorn eða ræðustúf, en
söguefni er hér ekkert.
Pá kemur sagan »SÓZ og stjarna«, og er hún næstum 100 bls.
Bókin hefði átt að bera hennar nafn, því bæði er það fallegt,
og svo er næstum allur veigurinn í henni. Hér sýnir höf. að
hann er söguskáld, sem kann að knýta og leysa hnúta mannlífs-
ins. Persónurnar þrjár lifa og starfa og lesandinn getur litað
með þeim og tekið þátt í kjörum þeirra, einkum aðalpersón-
unnar og »stjörnunnar«, því að hér dynur stormveður skáld-
skaparins yflr og rótar upp mörgu, sem annars er hulið. Smá-
vegis óþarta misfellur eru hér þó til lýta. T. d. eru þau Hörður og
Ása nákvæmlega jafngömul, fædd sama daginn, þegar þau gengu
til prestsins (bls. 135) en þegar hann er 18 ára, þá er hún »bara
17 ára gömul óþroskuð stúlka« (bls. 153, sbr. bls. 142 og 157) og
sá sem einhverntíma heflr heyrt skelli í mótorbát á bágt með
að trúa því, sem sagt er frá á bls. 148—149, að ógleymdu því, að
mótorbátur sigldi á kyrra kænu á lygnum sjó. Og málalengingar
eru óþarflega miklar. En annars er stíllinn látlaus og þó tals-
vert mótaður,
Söknuður er ljóð. Og með þau er vandfarið í óbundnu máli.
Má vara sig á of mikilli tilflnninga mærð.
Pað er enginn vandi að finna það við lestur þessarar bókar,
að höf. vill rita vel og bera eitthvað veigamikið á borð. Pað er
vel hægt að geta i huga hans og fylgja honum með samúð, eins
og hann heflr sjálfur bent ritdómurum á að gera. En það er
ekki nóg. Pað er ekkert skáld, sem þarf að beiðast slíks. Skáld-
ið þarf að gera meira en að flnna til sjálfur. Hann þarf að eiga
hæfileikann til þess að neyða aðra til að flnna það sama alveg
ósjálfrátt. Hitt er annað mál, að oft þarf að marg lesa og íhuga
vandlega skáldverk ef kljúfa skal til mergjar hverja hugsun og
leita að uppsprettunni sjálfri. Höf. ]hefir ekki í þessum smásög-
um flestum sýnt nein veruleg fastatök á listinni þó að margt sé
annars vel um þessa bók. M. J.