Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 26
282
í PÝSKALANDI
1EIMREIÐIN
Nú var bláheiður himinn, skólskin og auðnublær yfir
landinu. Lestin rann yfir þrotlausa, rennslétta frjólendu,
sáðmennirnir gengu yfir akrana, köstuðu hnefafylli úr
fræpoka sínum við annaðhvort fótmál, en kringum lág-
reist og vingjarnleg býli stóðu allaufgaðir viðir og bærðu
limar í blænum.
Ásjóna landsins var lofsöngur gróðurkrafti náttúrunnar
og iðju mannshandarinnar.
Hve er fegurð annara landa ólík fegurð íslands.
í sama vagni og eg sátu nokkrir skóladrengir á 10 ára
reki, grannir en táplegir, snoðkliptir og leggjaberir, —
glettust og tuskuðust, hlóu hátt og töluðu allir í einu,
sungu Röslein Goethes, hvelt og hraustlega. Lestin
stendur við 1 Wittenberg og roskinn hefðarmaður, sem
hafði skemt sér dátt að þessum fjörkálfum, tekur að leggja
fyrir þá spurningar úr lífi Lúthers, og heitir súkkulaði-
verðlaunum þeim er best svari. Og hverri spurningu er
svarað af öllum í kór óðar en hann sleppir orðinu. Hann
skiftir súkkulaðinu jafnt á milli þeirra, þeir iða af kæti,
þakka, hlæja, syngja fósturjarðarsöngva.
Þetta land, þessi þjóð, — nú stóð hvorttveggja fyrir mér
í krafti sínum, í endurreisn sinni.
Þessir tveir dagar urðu mér að tákni þess, hvernig
skiftast skuggi og Ijós í nútíðarástandi þýsku þjóðarinnar.
Eg hafði séð þess merki, hvernig þjóðin er leikin eftir
fallið mikla, eg hafði séð glampa á þann kraft, sem reisir
hana að nýju.
Þrumuveðrinu er slotað, sólskinið fellur yfir regnvota
jörðina.
II.
Heidelberg og Miínchen.
Þessir tveir suðurþýsku háskólabæir eru hvor öðrum
yndislegri, hvor öðrum betur! til þess fallnir að halda ung-
um mönnum að hugsun og andlegri framsækni.
Heidelberg við Neckar er margra alda menningarbær,
og þar stendur elsti háskóli Þýskalands, settur 1386. Bær-