Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 46
302
BIFREIÐ NR. 13
[EIMREIÐIN
hljóp ofan, og rak sig á Gvend, albúinn að fara út, í nýju
fötunum, með staf í bendi. ■
»Eg vona þú hjálpir mömmu með krakkana, Imba
min, og sjáðu um þau komist vel í værð, svo maður haíi
von um næturfrið«.
sÞað var annars auma ólánið að vera ekki karlmað-
ur«, hugsaði Imba. Engum datt í hug að fara fram á, að
þeir gerðu viðvik, eftir að þeir kæmu heim að enduðu
dagsverki. — Nei! eg held nú siður en svo! Alt varð að
leggja upp í hendurnar á þeim, færa þeim þvottavatn,
bursta skóna þeirra, hita rakvatn, og leggja sparifötin á
rúmgaflinn, — og svo gátu þeir farið út, þegjacdi og
hljóðalaust, eða lagst upp í rúm og reykt. — Mikill var
sá munur!
Mamma hennar kom inn í þessu: »Hérna er kjóllinn
hennar Stínu, mér íinst þú ættir ekki að láta hann elta
þig lengur, greyið mitt«.
Imba hugsaði: »Nú er annaðhvort að hrökkva eða
stökkva. Hún einblíndi á hálfan grásleppuhaus, sem lá á
gólfinu, og sagði, lágt og hikandi: »Ella Einars, bauð mér
heim, Einar er nýbúinn að kaupa grammófón — hún
bauð öllum stúlkunum — það er víst afmælið hennar eða
eitthvað svoleiðis. — Bara svolitla stund, góða mamma«.
»Þú sérð það sjálf, Imba mín, að það er alveg ómögu-
legt, eg má ómögulega missa þig. — Eg skal lofa þér út
á laugardagskveldið, Þorgrímur ætlar upp í Kjós um helg-
ina«, bætti hún við í hálfum hljóðum.
»Grammófón garg!« sagði Þorgrímur, reis til hálfs upp
úr rúminu og sparkaði opinni svefnherbergishurðinni. —
»Engin furða þótt almennilegt fólk kalli það gargan og
glyinskratta! — Og svo verður þar dans og önnur óguð-
legheit, ef eg þekki rétt. — »Mér þykir líklegt að þú
bannir henni að fara, Sæmundína«.
Sæmundína leit meðaumkunaraugum til Imbu, og hvarf
þegjandi fram í eldhúsið.
Iinba kreysti kjólinn milli handanna, og tvísté vand-
ræðalega.
»Æt!arðu ekki að gera eins og hún mamma þín beiddi