Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 2
2
t\>rv. Thoroddsen
manna, sem lifað hafa í þolanlegum efnakjörum, sem*
hvorki hafa verið íátækir nje ríkir, ekki hafa þurft að'
berjast við freistingar auðmannanna, og heldur ekki fyrir
fátæktar sakir hafa þurft að nota alla líkams og sálar-
krafta til þess að viðhalda sjálfu lífinu. fó hafa allmargir
afburðamenn komið fram í flokkum fátæklinga og auð-
manna. Gáfaðir bláfátækir drengir hafa eigi ósjaldan haft
svo mikið viljaþrek og slíkt þol, að þeir yfirvinna allar
þrautir eins og t. d. H. Vambéry, sem fyrr var getið t
riti þessu. Ungir gáfumenn af fátækum stjettum hafa tak-
mark að berjast að, ekki aðeins hugsjónir sínar, sem þeir
vilja framkvæma, heldur líka vonina um betri lífskjör ef
vel tekst. Miklu fágætara er hitt, að ungir menn, sem
fæddir eru í auð og allsnægtum, verða framúrskarandi
leiðtogar mannkynsins, að minsta kosti á andlegum svæð-
um menningarinnar. fó kynlegt virðist vera eru örðug-
leikar til framfara engu minni fyrir auðmanninn en fátækl-
inginn, fátæklingurinn stælir vöðva og vilja til þess að:
komast úr hinni illu og ómaklegu stöðu sinni, en auð-
maðurinn hefur minni ástæðu til að reyna á sig, hann
fær hvað sem hann vill hendi til rjetta undir einsog hann
óskar þess, öll veraldleg gæði eru lögð upp í hendurnar
á honum, það þarf mikinn andlegan áhuga til þess að
rífa sig upp úr sleni auðlegðarinnar; umhverfi auðmannsins og
náungar hugsa vanalega aðeins um auð, völd, peninga og
skemtanir, og líta smáum augum á andleg störf, sem
sjaldan eða aldrei gefa auð í aðra hönd. Vísindamenn
af auðmannakyni hafa flestir verið af aðalsættum eða
gömlum ríkum borgaraættum, þar sem auður og menn-
ing hafa lengi haldist í hendur. Með köflum hefur að-
allinn í ýmsum löndum látið mikið til sín taka í bók-
mentum og vísindum, svo var t. d. í Danmörku á 16.
öld og fram á hina 17., um það leyti sem Tycho Brahe
var uppi; á Týskalandi, Englandi og Svíþjóð hafa altafc