Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 3
Alexander von Humboldt
3
verið og eru enn framúrskarandi menn af aðalsstjett og
eiga þessar þrjár þjóðir enn merka vísindamenn af þeim
flokki, eðlilega þó helst hin fyrstu tvö stórveldi, Svíþjóð
er lítil í samanburði við þau.
Meðal þýskra vísindamanna af aðalsætt eru nöfn
bræðranna W'ilhelm og Alexander von Humboldt ein hin
björtustu á himni sögunnar. Þeir voru báðir miklir and-
ans menn og ágætismenn í öllum greinum; þó Wilhelm
kæmist til meiri metorða í lífinu, þá varð Alexander
frægari, nafn hans var og er enn kunnugt um alla jörð-
ina og alstaðar í heiðri haft. Myndastyttur beggja bræðr-
anna standa sín hvoru megin við innganginn til háskól-
ans í Berlín og á það mjög vel við, því þeir eru ímynd
tveggja hliða háskólans, hinnar klassisku menningar og
nátturuvísindanna; Wilhelm var einn af aðalstofnendum
háskólans, Alexander hjelt þar fyrirlestra, þó hann væri
ekki beinlínis háskólakennari, en hann gat sjer svo mikla
frægð og var svo framúrskarandi mikill andans maður í
öllum greinum, að hann enn í dag í augum fjarlægra
þjóða er skoðaður nokkurskonar ímynd þýskra vísinda.
Pegar reisa átti .myndastyttur bræðranna 1869, á hundrað
ára afmæli Alexanders, var leitað samskota og fekkst þá
ekki nærri nóg til myndastyttu Wilhelms, svo stjórnin
varð að leggja til álitlega upphæð, en til myndastyttu
Alexanders streymdi fje að úr öllum áttum, jafnvel frá
fjarlægustu löndum hnattarins, margfalt meira en þurfti
og var stór vísindasjóður stofnaður fyrir afganginn. Árið
1869 var hundrað ára afmæli margra stórmenna, Napole-
on’s Bonaparte, Wellingtons og margra fleiri, en lang-
mest hjelt alþýða manna minningu Alexander von Hum-
boldts á lofti, hans var minst ekki aðeins í Európu,
heldur líka í hinum fjarlægustu hjeruðum Ameríku, stofn-
aðir sjóðir, fjelög og skólar í minningu hans og fjall-