Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 5
Alexander von Humboldt
5
góður vinur frægra listamanna, Thorvaldsen’s, Rauch’s o.
fl., ritaði hann á þeim árum mikið um listir og heims-
speki. Árið 1809 varð W. v. Humboldt kenslumálaráðherra
í Berlin og var aðalhvatamaður til stofnunar háskólans,
útvegaði háskólanum hina bestu kennara og gerði fyrir-
komulag hans alt hið frjálslegasta. Síðar varð Humboldt
forsætisráðherra og tók þátt í öllum samningum og ráða-
gerðum, þegar stjórnirnar voru að reyna að færa það í
lag, sem aflaga hafði farið í hinni löngu Napoleons-
styrjöld; kom hann alstaðar frjálslega fram en rjeði minna
en hann vildi, því afturhaldsstefnan undir forustu Metter-
nich’s hafði þá fengið tangarhald á stórveldunum. Árið
1817 var Wilhelm Humboldt sendiherra í London og
1819 innanríkisráðherra í Berlín, hann varð þó fljótt að
fara frá, því menn þoldu honum ekki frjálslyndi hans.
Enn þá einu sinni varð hann ráðherra 1830 um stuttan
tíma, en annars gaf hann sig langmest að vísindastörf-
um, bjó þá í höllinni Tegel og safnaði þar að sjer miklu
af listaverkum. Rithöfundur var Wilhelm von Humboldt
með afbrigðum og einn af hinum ágætustu og fjölhæf-
ustu málfræðingum; hann er jafnan talinn með hinum
fremstu og fyrstu samanburðarmálfræðingum; ritaði hann
mikið um fornindverskar bókmentir, stundaði indversk
mál og tungur á Ástraleyjum og ritaði um byggingu og
skyldleika mála þessara; frægust er bók hans um Kawi-
málið á Java, sjerstaklega inngangurinn: »um muninn á
byggingu mála og áhrif þeirra á andlega þróun mann-
kynsins.c Pessi bók myndar tímamót í skoðunum
manna á ýmsum greinum samanburðar-málfræðinnar. W.
v. Humboldt var líka allgott skáld og ritaði margt um
listfræði og fornfræði, hann var, eins og bróðir hans,
jafnan verndari og frömuður allrar vísindalegrar viðleitni,
og gat miklu til leiðar komið, af því hann hafði oft mikil