Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 6
6
I’orv. Thoroddsen
völd og var jafnan handgenginn þeim, sem æðstir voru
ríkinu.
Vjer skulum því næst taka til þar sem fyrr var frá
horfið og snúa oss að hinum bróðurnum, sem hjer er
aðalefnið. Alexander von Humboldt var fæddur 14. sept-
ember 1769 á Tegel við Berlín, hann naut í æsku hinnar
sömu tilsagnar eins og bróðir hans, en átti framan a^
nokkuð örðugt með nám sakir lasleika og var jafnan
heilsulinur í æsku, en Vilhjálmur bróðir hans var mjög
bráðþroska og stálhraustur. IJó breyttist heilsa Alexan-
ders með aldrinum; eftir að hann var kominn á fullorðins
ár, kendi hann sjer einskis meins og varð fjörgamall, dó
6. maí 1859 nærri níræður, hafði þó reynt mikið á sig í
allskonar svaðilförum í óhollu loftslagi, en ekkert beit þá
á hann. Pað kom fljótt í ljós, að Vilhjálmur var best
lagaður fyrir málfræði, en Alexander var þegar á barns-
aldri mjög hneigður fyrir nátturuvísindi, safnaði plöntum
og skordýrum, skeljum, steinum og fiðrildum og athugaði
það alt nákvæmlega. Hinir bestu kennarar í hverri grein
leiðbeindu þeim bræðrum, stundum á Tegel, stundum í
Berlín þegar nota þurfti söfn og tilraunastöðvar höfuð-
bæjarins. Aldrei gengu þeir í neinn mentaskóla, fengu
alla fræðslu af einkakennurum í heimahúsum, enda var
það þá tíska að tiginna manna börn voru ekki látin ganga
í skóla, en þessi kensluaðferð var eðlilega margfalt kostn-
aðarsamari. Alexander varð snernma ágætur teiknari og
fekk líka tilsögn í eirstungu hjá frægum kennara, aðrar í-
þróttir stundaði hann ekki nema dans, í þeirri list var
hann mjög lipur á unglingsárum. Hvorugur þeirra bræðra
hafði tilhneiging til söngs eða hljóðfæra og báru ekkert
skynbragð á slíkt, Vilhjálmi fanst hljóðfærasláttur óþol-
andi, en Alexander gat þó sætt sig við að hlusta á hann
fyrir siðasakir, en sagði að hljómlistin væri samsætis-böl
(calamité sociale).