Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 7
Alexander von Humboldt
7
Eftir mikla undirbúningskenslu fóru bræðurnir báðir
1787 til háskólans í Frankfurt a. d. Oder til þess að búa
•sig undir embættispróf, Wilhelm í lögfræði, Alexander í
-stjórnfræði, þar dvöldu þeir þó ekki lengi. Árið eftir fór
Alexander aftur til Berlínar og kynti sjer þar ýmislegt,
er snerti iðnað og verkfræði, og fullkomnaði sig í stærð-
fræði og í grasafræði hjá hinum fræga grasafræðingi Wil-
denow, en 1789 fór hann til háskólans í Göttingen, þang-
að var Wilhelm kominn nokkru áður. fað er enn alment
á Pýskalandi, að nemendur fara frá einum háskóla til
annars og taka próf hvar sem þeim sýnist. Af þessu
•skapast samkeppni milli hinna mörgu háskóla, sem hefur
haft mikla þýðingu fyrir framfarir vísindanna; hver há-
skóli reynir að draga til sín hina bestu kennara og full-
komna vísindastofnanir sínar sem best. I Göttingen stund-
aði Alexander mest nátturuvísindi, enda voru þar frægir
kennarar í þeim greinum eins og t. d. Blumenbach (1752—
11840) í dýrafræði og J. F. Gmelin (1748—1804) í efna-
fræði; auk þess stundaði Humboldt steinafræði á ferðum
til fjallanna við Rín. Árið 1790 kyntist Alexander hinum
nafnkunna rithöfundi Georg Forster (1754—1794), sem
ferðast hafði með James Cook {T728—1779) kringum hnött-
inn og hafði frá mörgu að segja um fegurð heitu land-
anna og sjerstaklega um eyjarnar í Suðurhaíi, sem þá
voru smátt og smátt að finnast og koma í ljós. Beir
Forster og Humboldt ferðuðust saman um Rínarlöndin,
til Hollands, Belgíu, Englands og Frakklands. Telur
Humboldt sjálfur þessa ferð hafa gert umskifti í lífi sínu,
því hann fekk þá af samveru og samtali við hinn gáfaða
förunaut sinn óstöðvandi löngun til rannsóknarferða í fjar-
lægum ókunnum löndum. Veturinn eftir var A. v. Hum-
boldt á frægum verslunarskóla í Hamborg og lærði þar
verslunarreikninga, hagfræði og tungumál, en 1791 fór
hann um haustið til námuháskólans í Freiberg í Sachsen