Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 8
8
t’orv. Thoroddsen
til þess að læra námufræði og steinafræði hjá A. G. Werner
(1749—1817), sem er talinn einn með stofnendum jarð-
fræðinnar og aðalfrömuður nátengdra vísindagreina á þeim
tímum. Allur þessi margvíslegi lærdómur, sem A. v.
Humboldt fekkst við mundi hafa getað gert margan rugl-
aðan í höfðinu eða að minsta kosti grunnfærinn viðvan-
ing í öllu, en það sýndi sig síðar að hann lagðist alstaðar
til botns og hinar óviðjafnanlegu gáfur hatis drógu nær-
ingu af hinum fjarstæðustu efnum og unnu úr þeim heild-
aryfirlit yfir mannlega þekkingu, sem á seinni öldum, eftir
að vísindin voru orðin svo yfirgripsmikil, varla hefur
skapast með jafnmikilli djúphygni og fegurð í heila nokk-
urs annars vísindamanns. í Freiberg hafði þá safnast
saman hópur af ungum gáfuðum mönnum kringum Werner,
sem var afbragðskennari og laðaði unga menn að vís-
indágrein sinni. Par komst hann í vinfengi við tvo af
skólabræðrum sínum, sem hjelst alla æfi, annar þeirra var
hinn nafnfrægi Leopold. von Buch (1774—1853), einn hinn
mesti jarðfræðingur á fyrri hluta 19. aldar, og hinn, J. K.
Freiesleben (1774—1846) seinna frægur steinafræðingur og
námumaður. Eftir árs dvöl í Freiberg var A. von Hum-
boldt gerður að assessor í námustjórninni og yfirmaður
námustjórnar í Franken skömmu síðar. Að Humboldt
þegar á svo ungum aldri (23 ára) komst í svo hátt emb-
ætti, getur varla eingöngu hafa verið gáfum hans og
kunnáttu að þakka, því hann var enn að mestu óreyndur,
líklega hefur ættgöfgi hans nokkuð stuðlað að þessum
fljóta embættisframa. I þessu embætti var Humboldt t
4 ár og sýndi frábæran dugnað þó ungur væri, kom á
mörgum endurbótum í námustjórninni, fann upp verkfæri
til að endurnýja loft í námugöngum, öryggislampa o. fl-
Pað er alveg ótrúlegt, hve miklu A. v. Humboldt kom til
leiðar á stuttum tíma, endurbætti alla námustjórnina og
námugröftinn, sem alt hafði verið vanrækt, svo námurnar