Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 10
10
Porv. Thoroddsen
honum líkaði best. Stjórnin vildi ómögulega missa hann
úr embætti og bauð honum ótakmarkað fararleyfi með
fullum launum meðan hann væri fjarverandi frá embætt-
inu. Alexander v. Humboldt þakkaði gott boð, en
kvaðst eigi geta tekið á móti því, enda væri sjer móti
skapi að taka laun fyrir ekki neitt, þar sem fjöldi em-
bættismanna hefði mikla vinnu og mjög lítil laun.
A. v. Humboldt hafði þegar á fyrstu ungdómsárum
látið prenta ýms vísindaleg rit með mjög fjölbreyttu efni,
og var það alt árangur rannsókna hans; hann ritaði þá
þegar jöfnum höndum þýsku, frakknesku og latínu. Áður
en Humboldt var þrítugur hafði hann samið bækur í
steinafræði, grasafræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði, einkum um
segulmagn o. s. frv. Á árunum 1789—1799 gaf hann út
5 bækur í 6 bindum og 47 stærri og smærri ritgjörðir;
var það vel að verið af manni milli tvítugs og þrítugs
sem jafnframt var við nám, oft á ferðum og seinustu árin
átti að gegna embætti, sem hann rækti ágætlega. Fyrir
stærðfræði var Humboldt vel lagaður, þó hann síðar
fremur drægist til annara starfa, hann hafði þegar um
tvítugt gert skarpvitrar íhuganir um ýmislegt í hinni æðri
stærðfræði og var kominn á rjettan rekspöl til að gera
uppgötvun eina, sem hinn mikli stærðfræðingur Gauss
síðar fullgerði. Löngu seinna ritaði Humboldt merkilega
ritgjörð um uppruna talkerfisins hjá Indverjum og öðrum
þjóðum. Mjög margar tilraunir gerði Humboldt á þessum
árum til að rannsaka ýmislegt, er snerti áhrif rafmagns
og segulmagns á vöðva og taugar og ritaði bók um
það; hvar sem hann kom og var, dró hann aðra inn í
tilraunir sínar, áhugi hans og fjör var svo mikið, að
hann hreif aðra með sjer. í bók þessari um verkanir
fysiskra og kemiskra krafta á taugakerfið1), var hann
Versuche iiber gereizte Muskel und Nervenfaser, nebst Vermuth-
ungen iiber den chemischen Process des Lebens in der Thier-und Pflanzen-
welt. Berlin 1797, 2 bindi