Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 11
Alexander von Huinboldt
11
langt á undan sínum tíma, og það hefur fyrst sýnt sig á
19. öld, að ýmsar kenningar hans þar að lútandi voru
rjettar, þó samtíðarmenn hans vildu eigi fallast á þær.
Humboldt rannsakaði smájurtagróður í námum1) og fann
þar margt nýtt, gerði meðal annars athuganir um blað-
grænuna, sem voru merkilegar á þeirri tíð, en yfirleitt var
þekkingin um hinn lægra jurtagróður þá enn á lágu stigi.
Pá ritaði hann einnig bók um skaðlegar lofttegundir í
námum3) og enn lítið kver um blágrýti við Rín3); sú rit-
gjörð var þó bygð á skökkum grundvelli; Werner kendi
þá, að blágrýtíð væri myndað úr vatni, en Humboldt sá
skömmu síðar að sú kenning var röng, Fyrir ritstörf sín
og rannsóknir var Humboldt þegar kominn í álit í hinum
vísindalega heimi, áður en hann hafði náð þrítugu.
Það sjest á ritum þeirra tíma, að samtíðarmönnum
þótti hjer óvanalega gáfaður og duglegur unglingur vera
kominii fram á sjónarsviðið, fjörugur og fjölhæfur og rit-
fær með afbrigðum bæði á þýsku, latínu og frönsku.
Hinir mestu andans menn á þýskalandi taka honum, þó
ungur sje, sem jafningja sínum. Á seinasta áratugi hinn-
ar 18. aldar voru miðstöðvar hins andlega lífs á Pýska-
landi í Weimar, skáldið Wieland varð 1772 kennari hins
unga gáfaða hertoga Karl Augusts, 1775 kemur W.
Goethe til hirðarinnar og verður þar leiðtogi allra and-
legra framfara og 1789 verður Schiller háskólakennari í
Jena þar skamt frá. í þessa tvo bæi söfnuðust fræðimenn
og skáld og margir gáfaðir menn aðrir og þaðan breidd-
ist bókmentaljóminn út um alt Pýskaland. Humboldts-
bræðurnir urðu snemma handgengnir höfuðskáldunum í
x) Floræ Fribergensis specimen, plantas cryptogamicas præsertim
: subterraneas exhibens Berolini 1793. 40. *) Ueber die unter-
irdischen Gasarten. Braunschweig 1799, 346 bls. 8vo. 8) Minera-
logische Beobachtungen iiber einige Basalte am Rhein. Braunschweig
1790, 8vo.