Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 12
12
Í’orv. Thoroddsen
Weimar og Jena, Wilhelm giftist 1791 Karoline von
Dacheröden, sem var vinkona konu Schillers, og Alex-
ander varð líka nákunnugur báðum skáldunum Goethe og
Schiller og stóð jafnan síðan í vinsamlegu sambandi við
þá. Goethe sá fljótt, hvað í hinum unga manni bjó og
dáðist að gáfum hans og þekkingu, en Schiller skildi hann
ekki. Goethe var líka sem kunnugt er ágætur náttúru-
fræðingur sjálfur, einn af þeim fáu Pjóðverjum, sem þá
gerðu sjálfstæðar náttúrurannsóknir með athugunum og
tilraunum, en hann vantaði undirstöðu-þekkingu í stærð-
fræði og eðlisfræði og því Ijet hann listfræði og heim-
speki hlaupa með sig í gönur í litfræði sinni, enda áttu
skoðanir hans betur við þann tíðaranda, sem þá var að
sökkva sjer yfir Pýskaland og rjeði þar mestu á þeim
eymdarárum, sem gengu yfir ríkið framan af 19. öld.
Goethe hjelt líka fast við kenningar Werners um myndun
blágrýtis úr vatni, og kemur það fram í »Faust« og öðr-
um skáldritum hans; Goethe stygðist mjög við þá A. v.
Humboldt og Leopold von Buch, er þeir kollvörpuðu
hinum úreltu kenningum Werner’s, en samt var hann vin-
ur Humboldts alla æfi. Goethe ljet oft í ljósi aðdáun
sína á A. v. Humboldt. Eckermann segir t. d. í hinu al-
kunna riti sínu »Samræður við Goethe«. Mánudaginn 26.
des. 1826 hitti jeg Goethe mjög glaðan í bragði, hann
sagði »Alexander von Humboldt var hjá mjer nokkrar
klukkustundir í morgun, en sá maður! Jeg hefi þekt hann
svo lengi og þó er jeg enn aö nýju alveg forviða á hon-
um. Bað er óhætt að segja, að í kunnáttu og lifandi
þekkingu á hann engan sinn líka, og svo er hann svo
fjölhæfur, að jeg hefi aldrei orðið var við annað eins.
Hvað sem drepið er á, er hann alstaðar heima og lætur
rigna yfir mann andlegum dýrgripum. Hann er eins og
brunnur með mörgum pípum, hvar sem maður heldur
keri undir, þar streymir alstaðar vökvinn hressandi og