Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 13
Alexander von Humboldt
>3
óþrjótandi. Hann ætlar að verða hjer nokkra daga og
.eg finn þegar til þess, að þeir verða fyrir mig eins efnis-
•^ríkir eins og margra ára atburðir*.
Goethe og Humboldt voru að mörgu h'kir1), en aftur
voru þeir Humboldt og Schiller næsta ólíkir, svo þar
mátti varla vænta mikillar samúðar, þó voru þeir jafnan
góðir kunningjar. í brjefi til skáldsins Th. Körner 17.
júlí 1797 var Schiller æði-harðorður um Alexander von
Humboldt og spáði að ekkert mundi verða úr honum, en
Schiiier var tilfinninga- og skapbrigðamaður mikill og voru
sleggjudómar hans alkunnir, það bar eigi ósjaldan við, að
dómar hans um sömu menn gengu á ýmsum tímum í
gagnstæða átt eftir því sem á honum lá. Pó sýnir brjefið
til Körners augljóslega hið mikla djúp, sem staðfest var
í milli lífsskoðana þessara miklu manna. Hjá Schiller
ræður tilfinningin öllu, eðlisrannsókn hlutanna er í hans
augum ódæði, sem vanhelgar og saurgar náttúruna, þetta
kemur líka fram í mörgum af hinum yndislega fögru kvæð-
um hans. í brjefum til Körners kvartar Schiller undan
því, að Humboldt sje svo ósvífinn að vilja kryfja alt til
mergjar og sundurliða náttúruna með sínu hárbeitta viti.
Petta þótti hinu ágæta ljóðskáldi alveg ósæmilegt, hann
vildi eingöngu skoða náttúruna í hillingum andans. Schiller
ber Humboldt á brýn, að hann hafi ekkert ímyndunarafl,
segir hann sje takmarkaður hyggindamaður, sem víli ekki
fyrir sjer að mæla og vega náttúruna eftir stærðfræðis-
legum reglum, en náttúran sje að eðli sínu æruverð og
óskiljanleg nema gegnum hugmyndaskoðun og tilfinningu
sálarinnar. Ákafi Schillers og æsing sýnir best að þessi
ungi maöur,- Humboldt, hefur haft meiri áhrif á hann, en hann
■) hegar 1862 var rætt um það, hvort reisa skyldi í sameiningu
myndastyttur af skáldunum Lessing, Goethe og Schiller, ritaði Jacob
Grimm: »Við hliðina á Goethe getur aðeins einn staðið, IIumboldt«.