Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 15
Alexander von Humboldt
5
var þangað farbann fyrir alla útlendinga. Inn í þetta lok-
aða land hatði enginn útlendur náttúrufræðingur komist,
nema franskur leiðangur, sem undir forustu De la Conda-
mine hafði 1735 fyrir sjerstaka náð og mikla eftirgangs-
muni fengið að fara til Perú og Ecuador. þarna var
heill heimur, því nær ókunnugur og órannsakaður, og ljek
Humboldt mjög hugur á að skoða náttúru þeirra landa.
Árið 1798 lögðu þeir Bonpland á stað suður til Madrid á
Spáni og gerðu á leiðinni ýmsar rannsóknir og hæða-
mælingar, því án náttúruathugana gat Humboldt aldrei
verið. Hin spánska stjórn greiddi framar vonum fyrir
Hnmboldt, leyfði honum að fara til Suðurameríku, gaf
honum meðmæli til allra embættismanna, að hann mætti
ferðast hvar sem honum þóknaðist, og gera þær rann-
sóknir og tilraunir, er honum sýndist. Eðlilega átti hann
sjálfur að öllu leyti að kosta ferðirnar, en þó senda söfn-
unum í Madrid hina merkustu náttúrugripi, er hann fyndi.
Að Humboldt fekk þetta leyfi, sem aðrir ekki fengu, var
eigi að eins því að þakka að hann þegar var orðinn
frægur vísindamaður og af tignum ættum, heldur líka því,
að hinn saxneski sendiherra á Spáni, sem var góðvinur
hans, mátti sín mikils, og auk þess hafði hann áður kynst
hinum spánska forsætisráðherra í London. Svo vantaði
Humboldt heldur ekki lipurð, hann var allra manna snyrti-
legastur í framgöngu og hvers manns hugljúfi, er hann
kyntist.
Aldrei hafði neinn fræðimaður fyr farið í vísindaleg-
an leiðangur jafnvel útbúinn að kunnáttu og vísindaleg-
um verkfærum eins og A. v. Humboldt; með því hann
frá barnæsku hafði vandlega æft sig í öllum rannsóknar-
aðferðum og hafði óvanalega djúpsetta þekkingu í mörg-
um vísindagreinum, var hann betur búinn undir rannsókn-
arstörfin en nokkur annar samtíðarmaður hans. Hann var
svo leikinn í stjörnufræðislegum athugunum og mælingum,