Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 16
i6
f’orv. Thoroddsen
að hann á ferðum sínum lagði fastan grundvöll undir
landmælingu þeirra hjeraða, er hann fór um, og hann
hafði brennandi áhuga á að rannsaka alt, er hann sá,
stórt og smátt, á himni og jörðu, í hafi og vötnum. Hinn
4. júní 1799 lögðu þeir Humboldt á stað frá Corunna á
herskipinu »Pizarró«, fengu góðan byr og köstuðu akker-
um á höfninni Santa Cruz á Teneriffa hinn 19. s. m. Par
gengu þeir upp á hið mikla eldfjall Pico de Teyde (3715
m.) og breyttust þar hugmyndir Humboldts um eldfjöllin
gjörsamlega. G. Werner hafði kent, að eldfjöllin væru í
sjálfu sjer þýðingarlítil og mynduðust af sjálfshitun í brenni-
steinskísi neðan jarðar, hann hjelt því líka fast fram að
blágrýtið væri myndað í vatni eins og svo mörg önnur
jarðlög, og hafði Humboldt aðhyllst þessa skoðun eins og
margir aðrir; hjer á Teneriffa fjekk hann fulla vissu fyrir
því að hugmyndir Wernes voru skakkar, og enn þá meira
styrktist hann í skoðun sinni síðar, er hann rannsakaði hin
risavöxnu eldfjöll í Andesfjöllum; hjer sá hann, hve elds-
umbrotin höfðu verið þýðingarmikil fyrir jarðarsöguna, og
sá blágrýtið renna sem glóandi hraun út úr eldgígunum. At-
huganir Humboldts og Leopolds von Buch á eldfjöllum
fengu mikla þýðingu fyrir jarðfræðishugmyndir fræðimanna
á Pýskalandi; á Frakklandi og á Englandi voru stöku
vísindamenn þá þegar farnir að fá rjettari hugmyndir um
eldfjöllin en Werner. Eftir fárra daga dvöl á Terneriffa
var ferðinni haldið áfram yfir Atlantshafið og var Hum-'
boldt alt af á spöðunum að skoða og athuga það, sem
fyrir augun bar á sjó og himni; hinn suðræni stjörnuhim-
inn með allri sinni blossandi dýrð og hinum nýju stjörnu-
merkjum fekk mjög á tilfinningar hans, og á sjónum at-
hugaði hann hitann og saltmegnið, flugfiska og aðra fiska,
marglyttur og önnur sjódýr, þangtegundir o. fl., ennfrem-
ur rannsakaði hann efnasamsetningu andrúmsloftsins yfir
hafinu. Humboldt fann þá fyrstur. að maurildi í sjó orsak-