Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 17
Alexander von Humboldt
17
ast af örsmáum lýsandi dýrum. Aldrei var hann sjóveik-
ur og gat því verið sístarfandi.
Hinn 16. júlí 1799 stigu þeir fjelagar á land í Suður-
ameríku í Cumana í Venezuela og dvöldu þar í 4 mán-
uði. f*eir urðu alveg hugfangnir af fegurð náttúrunnar,
einkum skógardýrðinni og öllum hinum mörgu nýju trjám
og jurtum, sem þeir sáu. Alexander ritaði bróður sínum
þaðan: »Ennþá hlaupum við eins og fífl fram og aftur og
Bonpland segir, að hann muni bráðum ganga af göflunum,
ef þessi náttúruundur hætta eigi«. I’eir náðu sjer þó
fljótt eftir fyrstu áhrifin og tóku nú til starfa, að athuga,
mæla og safna. Jafnframt lærðu þeir landssiði og að tala
málið og urðu þeir brátt svo færir í því, að þeir töluðu
spönsku fullum fetum og síðar eins vel og innfæddir menn.
Nóttina milli 11. og 12. nóv. 1799 athugaði Humboldt í
Cumana fjarska mörg og fögur stjörnuhröp, hugleiðingar
hans og fyrirspurnir þar að lútandi leiddu til merkilegra
uppgötvana síðar meir um eðli stjörnuhrapa og samband
þeirra við halastjörnur. Frá Cumana fóru þeir Humboldt
til Caracas höfuðbæjarins í Venezuela, rannsökuðu hálend-
in þar í nánd og gengu upp á hin hæstu fjöll, en 6.
mars 1800 hófu þeir 5 mánaða langferð um hinar miklu
grasivöxnu sljettur (Llanos) við Orinocófljótið, sem Hum-
boldt hefur snildarlega lýst; þeir skoðuðu líka fljóta- og
kvíslanet það, sem sþinnur Orinocó saman við Rio negro,
er rennur suður í Amazónfljót; öll þessi hjeruð voru áður
lítt kunn, en Humboldt rannsakaði náttúru þeirra í öllum
greinum. Á þessu ferðalagi urðu þeir að þola margar
þrautir og hrakninga, reru 21/* mánuð dag og nótt á
litlum báti eftir krókóttum fljótakvíslum og voru stundum
hætt komnir í fossum og hávöðum, jafnan voru þeir kvald-
ir af mývargi, en krókódílar og tigrísdýr (jagúarar)
ógnuðu þeim alstaðar, blóðsugur bitu þá á daginn, en
vampýrar, blóðsjúgandi leðurblöðkur, sóttu að þeim á