Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 18
f’orv. Thoroddsen
nóttunni. Margt merkilegt var skoðað á þeirri ferð, með-
al annars athugaði Humboldt lifnaðarhætti hrokkála, sem
þar lifa í síkjum og kvíslum og gerði tilraunir með raf-
magn þeirra, hafði öll tæki til þess, því það hafði áður
verið unun hans að rannsaka alt rafmagnseðli dýranna.
Pá fekk hann vitneskju um tilbúning á hinu banvæna
Curare-eitri, sem Indíánar smyrja á örvar sínar; þar hitti
hann og villimannaþjóð, sem etur mold og leir, örkvisaleg
grey með stórar vambir. Að þjóð þessi getur lifað aumu
lífi á að eta mold, liggur í því, að í leir og moldartegund
þeirri, sem þeir jeta, er nokkuð af ósýnilegum smádýrum,
sem gefa henni dálítið næringargildi. Um ferðalok urðu
þeir Humboldt og Bonpland og líka indverskur þjónn
þeirra hættulega veikir af landfarsótt (malaria), en náðu
sjer þó allir nokkurn veginn fljótt aftur.
Pegar þeir Humboldt höfðu hvílt sig dálítið í Cum-
ana, sigldu þeir frá Venezuela á litlu skipi til Kúba og
komu til Havanna 19. des. 1800; á eylandi þessu dvöldu
þeir í rúma tvo mánuði og sigldu svo þaðan á örlítilli
skútu til Cartagena í Columbia fyrir sunnan Karibahafið;
gekk ferðin stirðlega sakir byrleysis, svo þeir voru 3 vik-
ur á leiðinni. Ætluðu þeir nú til vesturstrandar Suður-
ameríku og hugðust þar að hitta Baudin þann, er fyr var
getið, og ætluðu svo að fara með honum heim til Eur-
ópu vesturleið kringum hnöttinn, en það reyndist síðar
flugufregn, að Baudin ætlaði að koma til vesturhafna í
Suðurameríku, hann hafði einmitt farið í öfuga átt. Bó sú
von brigðist að þeir næðu saínfundum við Baudin, þá var
ferðin ekki árangurslaus, Humboldt fekk nú tækifæri til á
leiðinni um hin víðáttumildu ríki Columbía, Ecuador og
Perú að gjöra margar þýðingarmiklar athuganir og rann-
sóknir. Begar þeir fjelagar voru að taka land nærri
Cartagena var Humboldt eina nótt eftir vanda að gera
tunglathuganir og stjörnumælingar, þá rjeðust vopnaðir