Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 19
Alexander von Humboldt
svartir strokumenn á þá, og ætluöu að drepa þá, og kom-
ust þeir nauðulega úr höndum þeirra út í bát sinn. Frá
Cartagena fóru þeir upp hið mikla Magdalenafljót, mældu
króka þess og halla og rannsökuðu náttúruna fram með
því; hjeruð þessi voru áður mjög lítt kunn vísindamönn-
um, enda víða ill yfirferðar, þó komust þeir klaklaust til
Santa Fé de Bogota, höfuðbæjarins í Columbia, í ágúst-
mánuði 1801, þar varð Bonpland aftur veikur, en Hum-
boldt sakaði ekki. Par hittu þeir lærðan, gamlan spánsk-
an grasafræðing, Mutis að nafni, og fræddi hann Humboldt
um margt, er snerti gróður þessara hjeraða. Pegar Bon-
pland var orðinn frískur, hjeldu þeir á stað til Quito, sem
nú er höfuðbær í lýðveldinu Ecuador, var það mjög örðug
ferð yfir fjöll og klungur oft í regni og illviðri, ýmist
niðri í djúpum dalgljúfrum eða um mýrlendi í ofsahita
og óhollu lofti, stundum yfir háa fjallgarða og hásljettur
með kulda, frosti og snjó. Eftir tveggja mánaða afarörð-
uga ferð komust þeir loks til Quito 6. jan. 1802. Bar var
þeim mjög vel tekið eins og annars staðar; þar höfðu þeir
aðsetur í 8 mánuði, en fóru þaðan margar ferðir til þess
að skoða ýms af hinum stóru eldfjöllum, sem þar eru í
grend. Bærinn Quito stendur á hásljettu 9100 fet (2855
m.) yfir sævarmáli og þó hann liggi nærri undir miðjarð-
arlínu, þá dregur hæðin mjög úr hitanum, meðalhiti ársins
er aðeins 13 ‘/20 og mismunur heitasta og kaldasta mán-
aðar aðeins-i0. Bærinn stendur við rætur eldfjalls mikils,
sem heitir Pichincha, það er 15257 fet (4787 m.) á hæð.
Upp á þetta fjall gekk Humboldt þrisvar sinnum til þess
að gera þar mælingar; í seinasta skiftið sem hann kom
þar, hittist svo á, að allmikill jarðskjálfti kom í Quito og
þóttust Indíánar þar í bæ fullvissir um, að hristingurinn
hefði orsakast af dufti, sem Humboldt hefði kastað í gíg
eldfjallsins. Hinn 23. júní 1802 klifraðist Humboldt og
fjelagar hans uppá hið mikla eldfjall Chimborazo (6310
2*